Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 5

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 5
Arnþór Garðarsson og Ólafur Karl Nielsen Fuglalíf á tveimur leirum við Reykjavík I. Vaðfuglar INNGANGUR I grein þessari er skýrt frá niður- stöðum athugana sem gerðar voru 1980-81 á tveimur leirum nærri Reykjavík, í Kópavogi og Grafarvogi (1. mynd). Hér verður eingöngu rætt um vaðfugla en um aðrar fuglategund- ir verður fjallað í annarri grein. At- huganir voru gerðar með stuttu milli- bili allan ársins hring, til þess að fá fram heildarmynd af nýtingu og hreyf- ingum þeirra tegunda sem algengar voru á leirunum. Leirur í fjarðarbotnum eru oft í hættu af framkvæmdum, einkum vegagerð og uppfyllingum, og ákvarð- anir um ráðstöfun þessara svæða þarf stundum að taka með stuttum fyrir- vara. Oft er reynt að komast af með einfaldar rannsóknir, sem taka stuttan tíma, og ætlað er að gefa hugmynd um gildi tiltekinna svæða, m.a. fyrir fuglalíf. Athuganir í Kópavogi og Grafarvogi voru framkvæmdar með það í huga að niðurstöðurnar gætu komið að notum sem viðmiðun fyrir slíkar kannanir. Víðáttumestu leirur landsins eru við Breiðafjörð og norð- anverðan Faxaflóa og eru þær að flat- armáli alls um 80% af öllum leirum landsins (Agnar Ingólfsson 1975). Leirur á Innnesjum eru alls um 270 ha (Tafla 1). Þar hefur mjög verið gengið á leirur, aðallega með uppfyllingum, en einnig með fyrirstöðum þannig að ferskar eða ísaltar tjarnir hafa orðið til. Núverandi flatarmál leira á Inn- nesjum er um 75% af upphaflegri stærð. Leirur myndast á skjólsælum stöð- um þar sem fíngert set, að nokkru af lífrænum uppruna, safnast saman. Hinn lífræni hluti setsins samanstend- ur m.a. af leifum plantna sem berast bæði af landi og grunnsævi. Á leirum eru ýmsir þörungar og sums staðar marhálmur (Zostera marina). I leir- unni og á yfirborði hennar er fjöl- skrúðugt dýralíf. Algengar dýrateg- undir eru sandmaðkur (Arenicola marina) o.fl. burstaormar (m. a. Sco- loplos armiger, Pygospio elegans, Poly- dora quadrilobata, Fabricia sabella), kræklingur (Mytilus edulis), sandskel (Mya arenaria), marflær (Gammarus spp.), og lirfur rykmýstegundarinnar Cricotopus variabilis (leirumýs). Margar dýrategundanna lifa á rotn- andi leifum og bakteríum, en sumar á þörungum. Þessi dýr eru fæða ýmissa fugla þegar lágsjávað er, en fiska um flóð. Margar fuglategundir, einkum vaðfuglar, byggja tilveru sína á leir- um, ekki síst á veturna og um fartím- Náttúrufræöingurinn 59 (2), bls. 59-84, 1989. 59

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.