Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 40
1. mynd. Fallgígar í SV-sprungusveim Kilauea á Hawaii. Pit craters on the SVF rift zone of Kilauea, Hawaii. (Ljósm. photo Páll Imsland). Allt efnið féll því í raun niður í dyngj- una (Macdonald 1972). FALLGÍGAR Á HAWAII Hawaii er að mörgu leyti lík ís- landi, eyja í miðju hafi gerð nær ein- göngu úr storkubergi og þá aðallega hraunum. Eyjarnar eiga báðar tilveru sína að þakka heitum reit á hafsbotni sem dælir kviku upp á yfirborð þó að Norður-Atlantshafshryggurinn eigi og mikinn þátt í myndun Islands. Eld- vörp og gosmyndanir af ýmsum gerð- um eru ráðandi Iandform á eldvirku svæðunum. Pótt enginn jökull hafi legið yfir Hawaii finnst þar móberg myndað í vatni eða sjó (Macdonald og Abbott 1970). Hawaii og ísland eiga það sameigin- legt að þar finnast hinar víðáttumiklu bungur, dyngjurnar. Samanburður á dyngjum Hawaii og íslands er að vísu erfiður þar sem dyngjur Hawaii eru í allt öðrum stærðarflokki, þær rísa upp af 6000 m djúpum sjávarbotni og ná 4000 m upp fyrir sjávarmál á meðan íslenskar dyngjur ná vart 700 m hæð yfir umhverfi sitt (Sigurður Þórarins- son 1981). Dyngjur Hawaii hafa ekki hið reglulega hringform íslenskra dyngja, lögun þeirra stjórnast af sprungusveimum sem ganga út frá toppnum (2. mynd). Eldvirkni er bæði í öskjunni í toppi dyngjanna og á sprungusveimunum og eru dyngjurnar myndaðar í mörgum gosum. íslensku dyngjurnar eru hins vegar líklegast myndaðar í einu gosi (Sigurður Þórar- insson 1981). Mörg fyrirbæri og form innan dyngjanna eru svipuð og gefa rannsóknir á eldvirkni á Hawaii því oft gagnlegar upplýsingar fyrir sam- bærileg fyrirbæri á Islandi. Mestar rannsóknir á fallgígum hafa farið fram á Hawaii enda eru þeir al- gengir þar. Allt það sem sagt var hér á undan um myndun þeirra byggir á rannsóknum í dyngjunum á Hawaii. Flestir eru fallgígar ofarlega á eystri sprungusveim Kilauea (2.mynd) (Carr 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.