Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 24
Vaðfuglar á leiru í Grafarvogi í maí 1979. Ljósm. Arnþór Garðarsson.
NIÐURLAG
Þéttleiki (fjöldi á flatareiningu) og
tegundasamsetning vaðfugla í Kópa-
vogi og Grafarvogi var lík og atburðir
gerðust á svipuðum tíma á báðum
stöðum. Tvær tegundir skáru sig úr.
Rauðbrystingur var mjög algengur í
Kópavogi en var miklu minna í Graf-
arvogi, og jaðrakan var miklu meira í
Grafarvogi en Kópavogi. Ekki er
ósennilegt að þessi mismunur endur-
spegli mismunandi fæðuskilyrði.
Rauðbrystingur sækir mun meira í lin-
dýr heldur en aðrir litlir vaðfuglar
(sendlingur, lóuþræll, sandlóa), en
annars er aðalfæða þessara tegunda
svipuð. Jaðrakan sást éta sandmaðk
og lifir e.t.v. mikið á sandmaðki og
öðrum stórum burstaormum í leir-
unni. Enginn beinn samanburður á
dýralífi í þessum tveim leirum er til,
en athuga mætti hvort meira er af litl-
um samlokum í Kópavogi og stórum
burstaormum í Grafarvogi.
Sókn sendlings inn á leirur á útmán-
uðum gæti verið aðlögun að lífsferlum
fæðutegundanna. Sendlingar eru á
leirunum þegar sæmilega hlýtt er í
veðri, en hverfa þaðan ef kólnar.
Sendlingar fara burt fyrstu dagana í
maí, en þá koma aðrir litlir vaðfuglar
- rauðbrystingur, lóuþræll og sandlóa.
Til þess að skýra vorhreyfingar litlu
vaðfuglanna þyrfti að kanna nánar
árstíðabundnar breytingar á dýralífi í
efstu sentimetrum leirunnar. Einnig
mætti athuga hvort hreyfingar vað-
fuglanna milli landsvæða tengjast lík-
amsástandi eða hreyfingum bráðar,
sem yfirleitt er leirumý, marflær,
kræklingur eða sandskel, efst í leðj-
unni og í yfirborði hennar. Athygli
vekur að þrjár náskyldar tegundir af
ættkvíslinni Calidris nýta svipaðar
78