Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 24
Vaðfuglar á leiru í Grafarvogi í maí 1979. Ljósm. Arnþór Garðarsson. NIÐURLAG Þéttleiki (fjöldi á flatareiningu) og tegundasamsetning vaðfugla í Kópa- vogi og Grafarvogi var lík og atburðir gerðust á svipuðum tíma á báðum stöðum. Tvær tegundir skáru sig úr. Rauðbrystingur var mjög algengur í Kópavogi en var miklu minna í Graf- arvogi, og jaðrakan var miklu meira í Grafarvogi en Kópavogi. Ekki er ósennilegt að þessi mismunur endur- spegli mismunandi fæðuskilyrði. Rauðbrystingur sækir mun meira í lin- dýr heldur en aðrir litlir vaðfuglar (sendlingur, lóuþræll, sandlóa), en annars er aðalfæða þessara tegunda svipuð. Jaðrakan sást éta sandmaðk og lifir e.t.v. mikið á sandmaðki og öðrum stórum burstaormum í leir- unni. Enginn beinn samanburður á dýralífi í þessum tveim leirum er til, en athuga mætti hvort meira er af litl- um samlokum í Kópavogi og stórum burstaormum í Grafarvogi. Sókn sendlings inn á leirur á útmán- uðum gæti verið aðlögun að lífsferlum fæðutegundanna. Sendlingar eru á leirunum þegar sæmilega hlýtt er í veðri, en hverfa þaðan ef kólnar. Sendlingar fara burt fyrstu dagana í maí, en þá koma aðrir litlir vaðfuglar - rauðbrystingur, lóuþræll og sandlóa. Til þess að skýra vorhreyfingar litlu vaðfuglanna þyrfti að kanna nánar árstíðabundnar breytingar á dýralífi í efstu sentimetrum leirunnar. Einnig mætti athuga hvort hreyfingar vað- fuglanna milli landsvæða tengjast lík- amsástandi eða hreyfingum bráðar, sem yfirleitt er leirumý, marflær, kræklingur eða sandskel, efst í leðj- unni og í yfirborði hennar. Athygli vekur að þrjár náskyldar tegundir af ættkvíslinni Calidris nýta svipaðar 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.