Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 58

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 58
HRAUNRÓSIR Þunnfljótandi basalthraun hafa tilhneigingu til þess að mynda helluhraun þegar þau storkna. Yfirborð helluhrauna einkennast af fjölmörgum og mismun- andi rennslismynstrum. Þessi mynstur eru afleiðing þess að þunnfljótandi hraun sem rennur kóínar tiltölulega hratt á yfirborðinu, í snertingu við andrúmsloftið. Þar myndast því þunn storkuskán sem er seig en eftirgefanleg í fyrstu, en verð- ur stíf og brothætt er hún þykknar. A meðan skánin er enn seig getur hún tekið á sig ýmsar myndir og form sem að mestu stjórnast af hreyfingum fljótandi hraunsins sem undir rennur. Hraunreipin eru án efa best þekkt slíkra yfir- borðsmynstra. Þau verða til þar sem skánin hrukkast og leggst í smágerðar fell- ingar ofan á álum og lænum þar sem hraunið rennur undir. Þegar hraun storkn- ar hins vegar í tiltölulega kyrrstæðum hrauntjörnum eða lautum valda iðu- straumar og önnur hreyfing í kvikunni því að yfirborðsskorpan brotnar upp í fleka eða jaka sem mjakast til og færast eftir því hvernig kvikan þrýstir á þá. Þar sem jakar mjakast hver fram hjá öðrum í gagnstæðar áttir og smávegis kvika þrýstist upp á milli jaðranna getur hún undist upp í skrúfur, snúða og rós- ir um leið og hún stífnar. Slíkar hraunrósir mátti víða sjá verða til á Kröflu- hraununum á meðan þau voru að renna. A myndinni sést ein slík á hrauninu sem rann í september 1977. Ljósm. Páll Imsland. Páll Imsland Náttúrufræöingurinn 59 (2), bls. 112, 1989. 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.