Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 12
Tafla 2. Aldurshlutföll heiðlóu í Grafarvogi og Kópavogi í ágúst 1980. Age ratios (% young) o/Pluvialis apricaria in Grafarvogur and Kópavogur in August 1980. Dags. GRAFARVOGUR KÓPAVOGUR Hlutfall n Hlutfall n unga (%) unga (%) 3.8. 8 36 9 142 8.8. - 26 132 12.8. - 18 163 16.8. 13 40 17 174 20.8. 24 67 - 23.8. 62 260 - 30.8. 58 172 59 244 um margt líkt því sem er í Önundar- firði og líklegt að fæða sandlóu sé einnig svipuð. Heiðlóa (Pluvialis apricaria). Held- ur meira var um heiðlóu í Grafarvogi en Kópavogi. Fyrstu farfuglarnir í Grafarvogi sáust 5. apríl 1980 og 1981 (2 og 4 fuglar) og í Kópavogi 11. apríl 1980 (8) og 9. apríl 1981 (51). Vorhá- mark var í Grafarvogi 16. apríl 1980 (111) og 24. apríl 1981 (93), og í Kópavogi 14. apríl 1980 (86) og 24. apríl 1981 (75) (5. mynd). Bæði vorin voru heiðlóur horfnar af leirunum um miðjan maí. Eftir mánaðamótin maí-júní 1980 sást stök heiðlóa tvisvar í Kópavogi. Annars sáust engar lóur fyrr en 23. júlí, þá ein á hvoru svæði. í ágúst og september fjölgaði heiðlóum mjög mikið. Lóurnar voru mun meira á leirunum um haustið en um vorið. Fyrstu fleygu ungarnir sáust 3. ágúst á báðum svæðunum. Eftir það fór hlut- fall unga vaxandi (Tafla 2). Á haustin nota heiðlóurnar leirurnar óreglulega frá degi til dags, en þær eru mikið á túnum, graslendi og lyngmóum í ætis- leit. í Grafarvogi var hámark í fjölda 26. september (1200) og í Kópavogi 7. október (890). Heiðlóur voru flest- ar farnar fyrir miðjan október, þær síðustu sáust 13. nóvember í Kópa- vogi (61) og 15. nóvember í Grafar- vogi (12). Sex heiðlóur skotnar 30. september 1980 í Grafarvogi höfðu étið bæði á landi og í fjörunni. Mikið var af jurta- trefjum í fóörnunum og gæti það bent til þess að á landi sé fæðan einkum ánamaðkar (Lumbricidae), þó fund- ust ekki burstar þeirra. Auk þess fundust bjölluleifar (Coleopterá). í fjörunni var fæðan mjög blönduð, en einna mest var af sandskel, doppum (Littorina spp.) og ormum (Tafla 3). í Önundarfirði var fjörufæða heiðíóu einnig fjölbreytileg, m.a. kræklingur, doppur, marflær (Gammarus obtusat- us) og burstaormar (Polychaeta) (Arnþór Garðarsson o.fl. 1980). Tildra (Arenaria interpres) sást mun meira í Kópavogi en Grafarvogi. Tildr- ur sóttu lítið sem ekkert út á leirur, en voru í grjót- og malarfjörum, þar sem þær sáust illa og erfitt var að telja þær. Engar tildrur voru á svæðunum um miðjan veturinn 1980-81, þær síðustu sáust 25. október í Grafarvogi (1) og 15. nóvember í Kópavogi (2) og þær fyrstu komu aftur 4. febrúar í Kópa- vog (12) og 20. mars í Grafarvog (4) (6. mynd). Fjöldinn breyttist mik- ið í mars-maí bæði árin en vegna 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.