Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 5
2. mynd. Tölvuteiknuð skámynd af yfirborði Hofsjökuls, séð frá suðvestri. A perspective plot af the surface of Hofsjökull lce Cap. Yfirborð Á 1. mynd er kort af yfirborði Hofs- jökuls með 50 m hæðarlínum. Utlínur jökulsins voru dregnar af gervitungla- myndum og nýlegum landakortum. Á 2. mynd sést yfirborð á tölvuteiknaðri skámynd. Hæsti liluti jökulsins er hringlaga slétta, sem nær Í800 m hæð. Frá henni liggur íshryggur norðaustur á Miklafell. Suðaustur af honum fellur ís niður að Þjórsárjökli og Múlajökli, en í norðvestur niður að Sátujökli. Suður af hábungunni skríður Blautu- kvíslarjökull en vestur af henni Blá- gnípujökull, Blöndujökull og Kvísla- jökull. Yfirborðskortið er grunnur að rannsóknum á afkomu jökulsins og ísskriði, sem mun greint frá síðar. Á 3. mynd sést hvernig yfirborð jökulsins dreifist með hæð yfir sjávar- máli. Um 750 km2 eða 80% af jöklin- um eru ofan við Í000 m, 400 km2 (43%) ofan við f300 m, um 270 km2 (tæp 30%) ofan við Í400 m og ofan við 1600 m eru 97 km2 eða 10,5%. Botn Á 4. mynd sést botnkort af Hofs- jökli með 50 m hæðarlínum og á 5. mynd, þeirri sömu og á forsíðu þessa heftis er tölvuteiknuð skámynd. Und- ir hábungu jökulsins leynist ein mesta askja landsins, 650 m djúp, barmafull af ís, eins og heljarmikið hringleika- hús. Hæstir eru öskjubarmarnir að austan í 1650 m hæð en að vestan er 115

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.