Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 9
5. mynd. Tölvuteiknuð skámynd af botni Hofsjökuls, séð frá suðvestri. A perspective
plot of the bedrock surface of Hofsjökull Ice Cap.
Blöndujökuls eru nærri miðju skarð-
inu vestur úr öskjunni.
Vesturhluti Sátujökuls (nr. 14) á
upptök efst í jökulhvelinu þar sem
það nær 1700 m og hann breiðir svo úr
sér niður í 850 m. Um 2/3 af lengd
hans er ísþykktin jöfn, um 200 m við
vesturjaðarinn og um 300 m á eystri
jaðrinum. Vesturhlutinn veitir vatni
til Blöndu. Austurhluti Sátujökuls
(nr. 15) ber ís frá norðurhlíðum öskj-
unnar og frá meginísaskilum að
Þjórsárjökli. Frá honum rennur vatn í
Vestari-Jökulsá.
Að lokum má nefna Illviðrahnúka-
jökul (nr. 18) sem á upptök í 550 m
þykkum ís í troginu sem er milli
hryggjanna tveggja norðaustur frá
öskjunni. Hann nær niður í 800 m hæð
og er neðstur skriðjökla í norðanverð-
um Hofsjökli.
VATNASVÆÐI OG AFRENNSLI
Rennsli vatns undir jökli ræðst af
fallhæð þess við botn og því ísfargi,
sem hvílir á botninum og þrýstir á
vatnið. Samanlögð áhrif þessara
tveggja þátta reka vatn eftir botni.
Kortið af jökulbotni lýsir fallhæðinni
eins og hún væri án jökuls. ísþykktin
sýnir fargið sem á botninum hvílir. Út
frá þeim kortum, sem hér hafa verið
sýnd, má finna hvernig Hofsjökull
skiptist í vatnasvæði milli Þjórsár, Jök-
ulfalls, Blöndu og Jökulsánna, sem
falla í Skagafjörð. Niðurstöður eru
119