Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 17
Ágúst Kvaran Er eyðing ósonlagsins af völdum efnahvarfa? Ósonlagið dregur nafn sitt af loft- tegundinni óson, sem kemur fyrir í mestum efnisstyrk í andrúmsloftinu í um 18-25 km hæð yfir jörðu að jafn- aði. Nánar tiltekið eykst styrkur ósons með hæð frá jörðu og nær hámarki í rúmlega 20 km hæð. Eftir það fellur styrkurinn með minnkandi heildar- efnisstyrk í háloftunum, líkt og sýnt er á 1. mynd (Thrush 1988). Eins og al- kunna er, er ósonlagið mikilvægt líf- ríki jarðarinnar þar eð það hindrar að skaðlegir útfjólubláir geislar frá sól- inni nái til jarðar. Mikið hefir verið rætt og ritað um eyðingu ósonlagsins og mögulegar or- sakir eyðingarinnar á undanförnum árum. Umræða þessi jókst verulega í kjölfar ítarlegra mælinga sem gerðar voru á styrk ósons og ýmissa annarra efna í andrúmsloftinu yfir suður- heimskautinu á árunum 1986 og 1987. Meginhvatinn að því að ákveðið var að ráðast í viðkomandi mælingar voru niðurstöður sem fyrir lágu um heildar- styrk ósons yfir rannsóknarstöð í Halleyflóa á Suðurheimskautslandinu sem mældur hafði verið þar í fjölda ára. Samkvæmt þeim mælingum virð- ist ósonstyrkurinn hafa minnkað veru- lega frá því um 1977 eins og sést á 2. mynd (Gribbin 1988). Árið 1986 var mælt frá jörðu og með loftbelgjum og árið 1987 með flugvélum sem flugu allt upp í 20 km hæð. Þannig var unnt að ákvarða ósonstyrkinn í mismun- andi hæð yfir jörðu. Samkvæmt þess- um mælingum minnkaði ósonið veru- lega frá því um hávetrartímann, í ágústmánuði, þar til fram á vorið, í október, eins og sést á 3. mynd. I ágústmánuði mældist hámarksstyrkur ósons um það bil 6xl012 sameindir/ cm3 (samsvarar um 170 nb á 3. mynd), líkt og víðast annars staðar yfir jörð- inni (sjá 1. mynd til samanburðar). í 12-20 km hæð yfir jörðu mældist minnkunin um 35% að jafnaði en nam allt að 70% í 14—18 km hæð. Af þessu dregur „ósongatið" nafn sitt. Ymsar kenningar hafa verið á lofti um hver eða hverjar kunni að vera or- sakir þessarar minnkunar eða eyðing- ar. Ber þar mest á tveimur megin- kenningum. Bent hefir verið á að einungis kunni að vera um náttúrulegar langtíma- sveiflur í ósonstyrknum (í andrúms- loftinu) að ræða (Þór Jakobsson 1988). Samkvæmt slíkri kenningu má ætla að ósonstyrkurinn sveiflist með nokkura ára millibili milli lágmarks og hámarks af ailfræðilegum og/eða efnafræðilegum orsökum. Svo kann að vera að einmitt um þessar mundir sé ósonstyrkurinn nálægt lágmarki en að hann kunni að ná hámarki aftur að nokkrum árum liðnum. Þessa tilgátu Náttúrufræðingurinn 60 (3), bls. 127-134, 1991. 127

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.