Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 18
Eðlisþyngd ósons (sameindir/cm3) 108 1010 1012 1014 Eðlisþyngd lofts (sameindir/cm^) I. mynd. Heildarloftstyrkur og ósonstyrkur yfir jörðu. Concentration profiles for air and ozone in the Earth’s atmosphere. (Thrush 1988). er ekki hægt að staðfesta á þessu stigi, þar eð ónógar styrkmælingar eru til aftur í tímann. Einungis mælingar framtíðarinnar geta skorið úr um rétt- mæti þessarar tilgátu. Hin kenningin er að minnkun ósons stafi af mannavöldum. Hafa þá eink- um verið tilnefnd efnafræðileg áhrif freons, sem eru efni sem einkum eru notuð í úðabrúsum og ýmis konar kælikerfi. Vitað er að slík efni geta valdið eyðingu ósons við aðstæður lík- ar þeim sem fyrir hendi eru í háloftun- um. Kenningu þessari hefur verið haldið mjög stíft á lofti að undanförnu og með aukinni söfnun mæligagna hefir sífellt fleiri stoðum verið rennt undir hana. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því í hverju meginhlutverk og mikil- vægi ósons í andrúmslofti felst, sem og þeim efnahvörfum sem geta haft áhrif á styrk þess. Oson er sameind byggð úr þremur súrefnisfrumeindum (03). Auðvelt er að skilja styrkbreytingu ósons með hæð (1. mynd) með hliðsjón af mynd- unarferli þess. Ósonsameindir mynd- ast í andrúmsloftinu við árekstra súr- efnisfrumeinda (O) og súrefnissam- einda (02) og einhverrar þriðju efniseindar í andrúmsloftinu (M). O + Oz + M —> 03 + M (1) Samkvæmt þessu er myndun ósons háð styrk O og 02. Næst jörðu er 128

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.