Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 21
Bylgjulengd (nm)
4. mynd. Gleypni ósons á
nærútfjólubláa litrófssviö-
inu. Gleypnistuðull er í
réttu hlutfalli við gleypni
efnisins fyrir fastan efnis-
styrk. Absorption cross
section of ozone in the
near UV spectral region.
(McEwans & Phillips
1975).
frumeindir og myndað súrefnissam-
eindir:
O + 03 -> 02 + 02 (4)
Þannig virðist við fyrstu sýn að óson
geti hreinlega eyðst skv. (4) í kjölfar
Ijósgleypni skv. (3). Slík ósoneyðing
er þó mjög hæg og hvarf súrefnisfrum-
einda við súrefnissameindir (1) er mun
hraðara en hvarf þeirra við ósonsam-
eindir (4) undir venjulegum kringum-
stæðum. Þó getur hraði ósoneyðingar-
innar aukist til muna fyrir tilstilli
hvatavirkni, en þar getur freon ein-
mitt komið við sögu, eins og nú verð-
ur greint frá.
Ymsar frumeindir og sameindir (X)
geta hvarfast við óson og myndað
oxíð (XO).
03 + X -> XO + 02 (5)
Slík oxíð geta því næst hvarfast við
súrefnisfrumeindir og myndað súr-
efnissameindir.
XO + O -» 02 + X (6)
Samanlagt jafngilda efnahvörf (5) og
(6) ósoneyðingu líkt og efnahvarf (4),
þar eð X umbreytist ekki, heldur virk-
ar einungis sem hvati. Þó svo að efna-
ferli sem felst í (5) + (6) virðist „íang-
sóttara“ en (4) getur það verið hrað-
ara, einkum ef styrkur X í andrúms-
loftinu er hár. Ýmis efni geta gegnt
hlutverki X. Má þar nefna halogen-
frumeindir á borð við klór (Cl), flúor
(F) og bróm (Br). Halogenfrumeindir
eru einmitt fyrir hendi í sameindum
freons eða klórflúorkolefnum eins og
þau eru einnig kölluð. Algengustu
klórflúorkolefni sem notuð eru í úða-
brúsa og kælikerfi eru tríklórflúormet-
an (CCþF, framleiðslutákn: Fll eða
CFCll) og díklórflúormetan (CC12F2,
framleiðslutákn: F12 eða CFC12), sem
bæði innihalda klórfrumeindir. Bæði
þessi efni eru á gasformi við staðal-
skilyrði (stofuhita og eina loftþyngd)
og hafa þann eiginleika að ganga treg-
lega í efnasamband við önnur efni.
Þessi eiginleiki efnanna skýrir einmitt
notagildi þeirra. Notkun þessara efna
felur í sér losun þeirra út í andrúms-
loftið og er talið að um 75% af magni
efnanna þar megi rekja til notkunar
úðabrúsa, en að um 15% eigi uppruna
sinn í kælikerfum og 10% er af öðrum
uppruna. A 5. mynd sést línurit yfir
áætlað magn ofangreindra efna sem
losuð hafa verið út í andrúmsloftið á
árabilinu 1940-1985 skv. upplýsingum
um framleiðslumagn í vestrænum
131