Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 26
arhitinn fyrir sama tímabil var —1,3°C
á Húsavík og —4,2°C í Reykjahlíð.
Meðalársúrkoma var 531 mm á Húsa-
vík og 353 mm í Reykjahlíð (Jón Ey-
þórsson og Hlynur Sigtryggsson 1971).
AÐFERÐIR
Hugtakið fálkasetur (= fálkaóðal)
er hér notað yfir það svæði sem fálka-
hjón verja fyrir öðrum fálkum, yfir-
leitt er þetta hreiðurkletturinn og
næsta nágrenni hans. Á hverju fálka-
setri eru alltaf nokkur hreiðurstæði,
sem parið notar til skiptis. Þessi hreið-
urstæði geta verið í mismunandi klett-
um, en á sama tíma er aldrei nema
eitt par búsett á hverju óðali. Fálkar
sýna mikla átthagatryggð og nota
sama óðal kynslóð eftir kynslóð líkt
og margir aðrir ránfuglar (Newton
1979).
Vitað er um rúmlega 80 fálkasetur á
athuganasvæðinu. Með aukinni gagna-
söfnun um ábúð einstakra setra, hefur
þessi tala breyst lítillega á síðustu ár-
um og er núna 83 setur. Eg hef heim-
sótt 73-78 þessara setra árlega um
varptímann til að telja fálka.
Sumrin 1981-84 gerði ég tilraunir til
að veiða fullorðna fálka við fáein set-
ur. Mun meira var reynt að veiða
1985, 1987 og 1988. Engar veiðar voru
reyndar 1986 og 1989-90. Veitt var á
varptíma og fuglarnir náðust í næsta
nágrenni hreiðurs. Sjálf veiðiaðferðin
er trúnaðarmál og verður ekki útlistuð
hér nánar. Fálkarnir voru vigtaðir og
merktir áður en þeim var sleppt. Auk
þess merkti ég flesta unga þessara
kvenfugla. Ungarnir voru aldurs-
greindir með beinum athugunum á
varpi eða klaki, eða óbeint með því
að miða við lengd á miðfjöður stéls
(óbirt gögn ÓKN). Varptími fyrsta
eggs var bakreiknaður miðað við þess-
ar tölur um aldur unga (sbr. Ólafur K.
Nielsen 1986 bls. 11).
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐA
Árangur veiða
Samtals náðust 37 fullorðnir fálk-
ar, þar af náðist einn 1981, 1983 og
1984, þrír 1982, sjö 1985 og 1988 og 17
fuglar 1987. Af þessum fuglum voru 31
kvenfugl og 6 karlfuglar, þar af náðust
tveir kvenfuglar tvisvar, tveir kven-
fuglar þrisvar og einn kvenfugl fjórum
sinnum. Þetta gera því 28 einstakl-
inga, 22 kvenfugla og 6 karlfugla.
Kvenfuglarnir voru á 20 óðulum. Allir
karlfuglarnir nema einn áttu maka
sem náðist líka. Fjórir þessara fálka,
tveir kvenfuglar og tveir karlfuglar,
höfðu verið merktir sem ungar í
hreiðri. Þegar þetta er ritað (desem-
ber 1990) hefur einn af þessum 28
fuglum fundist dauður.
Pyngd fullorðinna fálka
Kvenfugl fálka er mun stærri en
karlfuglinn. Meðalþyngd 28 kvenfugla
var 1830 g (staðalfrávik 102,7, dreifing
1675-2020 g) en 5 karlfugla 1355 g
(staðalfrávik 53,4, dreifing 1300-1450
g). Stærðarmunur kynja er vel þekkt-
ur innan ættbálks fálka (Falconifor-
mes) og hauka (Accipitriformes), og
þyngd kvenfugla er auk þess mjög
breytileg á varptíma. Kerlingin þyng-
ist fyrir varp, er þyngst um það bil
sem hún er að verpa og að hefja
álegu, en léttist síðan. Karlinn sér
einn um fæðuöflun á þessum tíma og
þyngd hans breytist lítið (sjá t.d.
Newton 1979, 1985, Poole 1989).
Flestar kerlingar sem ég náði höfðu
legið á í 3-5 vikur. Þrjár kerlingar frá
ungatíma (1675-1725 g) og ein sem
náðist 7 vikum fyrir varp (1750 g) voru
áberandi léttar samanborið við kven-
fugla frá fyrri hluta álegutíma (1.
mynd).
136