Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 38
Langreyður. Ugginn er aðalgreiningareinkenni á tegundinni, þegar hún er greind á færi. Fin whale. Ljósm. photo Jóhann Sigurjónsson. af því að hvalirnir taka fæðu sína úr sjónum, ættu þeir að vera ver settir en dýr eyðimerkurinnar. Hvað veldur þeim streitu? Hvað veldur þeim dauða og á hvaða aldri? Hvenær æv- innar er frjósemisskeið þeirra, á hvaða árstíma fengitími, hver er þung- unartíðni o.s.frv.? Með mælingum á styrk ýmissa efna í blóði (fjölda þyngdareininga í rúm- málseiningu blóðs, t.d. mg/dl eða mmol/1) hvalanna, má fá vísbendingu um ýmis atriði, sem varða framan- greindar spurningar. Þannig getur saltstyrkur blóðs gefið til kynna, hvernig dýrin bregðast við ferskvatns- leysinu og hækkun á blóðstyrk streitu- hormónsins kortisóls kannski bent til álags eða ótta o.s.frv. Ýmis önnur efni er áhugavert að mæla í blóði þessara spendýra, bæði vegna stærðar þeirra og sérstöðu í lifnaðarháttum, en einnig vegna þess, að slíkar mæl- ingar hafa aldrei áður, svo við vitum, verið gerðar á svo stórum dýrum. Árið 1981 voru sjómenn á hvalbát- um hvalveiðistöðvarinnar í Hvalfirði farnir að skera á styrtluæð hvalanna strax eftir að þeir höfðu verið skotnir, til þess að dæla þar inn sjó til kæling- ar. Með þessu eykst nýting og gæði kjötsins og mun þetta hvergi hafa ver- ið gert annars staðar svo vitað sé. Hvalveiðimenn gátu því samtímis tek- ið blóðsýni úr sporðæðum hvalanna fyrir okkur. Sýnin gátum við svo geymt við — 20°C og gert á þeim ýmsar mælingar (Jóhann Matthías Kjeld 1982, Matthías Kjeld og ísleifur Ólafsson 1987). 1 þessari grein munum við lýsa niðurstöðum á mælingum okkar á styrk 13 mismunandi efna í blóðsýnum úr langreyðum. Efni þessi eru nokkur málmsölt, tvö hormón (efni, sem berast út í blóðrás frá ein- hverju líffæri og hafa áhrif á starfsemi 148

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.