Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 40
Tafla 1. Styrkur nokkurra efna í sermi langreyða. Meðalgildi hjá mönnum (land- spendýrum) eru innan sviga til samanburðar. Electrolytes in fin whale serum. Meðalg. Fjöldi Meðalgildi St.Fráv. Spönn sjávar Eining Natríum 18 160 (144) 4,49 154-171 470 mmol/1* Kalíum 18 6,0 (4,3) 0,71 4,7-7,5 9,96 ” Klóríð 18 116 (102) 5,78 116-130 548 ” Kalsíum 18 2,3 (2,4) 0,63 1,5-3,75 10,3 5) Kreatínin 45 128 (90) 57 65-415 - pmol/l Þvagefni 35 34 (5,2) 5,6 16-41 - mmol/1 Þvagsýra 29 0,03 (0,3) 0,013 0,005-0,06 - mmol/1 Prótín 47 67,4 (74) 7,4 5,6-86 - g/1 Kólesteról 10 6,9 (6,5) 1,6 5-9,2 - mmol/l Þríglyceríð 10 3,1 (1,2)** 1,2 1,4-4,7 - mmol/1 Kortisól 27 31,6 (460)** 25 0,1-99 - nmol/1 Aldósterón 27 148 (125)** 91 47-469 - pmol/1 * mol, mmol, pmol, nmol og pmol tákna þunga efnanna taldan í sameindargrömmum (sg), 1/1000 sg (10-3 mol = millimol), 10 6 mol = micromol, 10“9 mol = nanomol og 10 12 = pícomol í hverjum lítra af sermi. ** Þríglyceríð hækka eftir máltíðir, og hér er getið fastandi gilda hjá mönnum; kortisól hefur dagsveiflu í mönnum, er um tvöfalt hærra að morgni en að kvöldi, hér eru fast- andi gildi; aldósterón er tvöfalt hærra hjá fólki í uppréttri stöðu en í liggjandi. Hér eru gildin fyrir upprétta stöðu. aldósteronestyrks og natríumstyrks í blóði. Loks var kannað hvort kortisól- gildi breyttust eitthvað eftir því, hve- nær hvalurinn var veiddur, þ.e. hvort nokkur dagsveifla væri á kortisól- gildum í hvölum líkt og hjá mönnum. Könnunin benti ekki til þess að nein slík dagsveifla væri hjá hvölum. UMRÆÐA Niðurstöður okkar benda til, að málmsölt, natríum, kalíum og klór, séu lítið eitt hærri í blóði langreyð- anna en í blóði spendýra á landi. Ekki er ólíklegt, að þróunin hafi aðhæft langreyðina söltu umhverfi með þess- um hætti og létt þannig á starfsemi nýrna. Kalsíumstyrkurinn í blóðinu er hins vegar sá sami í langreyðum og mönnum og bendir kannski til skyld- leika tegundanna (spendýr), en kals- íumstyrkur í blóði og öðrum vessum líkamans er ákaflega mikilvægur fyrir starfsemi t.d. tauga, vöðva og ýmsa innri starfsemi fruma, og er haldið innan þröngra marka í blóði. Prótín- styrkurinn í blóði beggja reyndist mjög svipaður og bendir til, að vatns- innihald blóðsins sé ámóta. Til þess að kanna möguleika á mengun sýna með sjó, var magnes- íumstyrkur þeirra mældur og þau sýni, sem höfðu magnesíumstyrk yfir 4,5 mmol/1 voru ekki tekin með í rann- sóknina. Magnesíumstyrkur í sjó er 54 mmol/1 og gildi yfir 4,5 mmol/1 gefa til kynna u.þ.b. 5% sjávarmengun. Lágur þvagsýrustyrkur blóðs bendir helst til þess, að nýru dýranna starfi með mjög áhrifaríkum hætti. Þvagsýra í blóði er einkum komin frá efnaskipt- um á púrínum, sem aðallega eru í kjarnasýrum, og ekki ástæða til að halda að framleiðsla þvagsýrunnar sé 150

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.