Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 41
Tafla 2. Styrkur nokkurra efna í þvagi langreyöa. Sýrustig (pH) og osmolality eru einnig sýnd. Meðalgildi hjá mönnum eru innan sviga til samanburðar. Electrolytes in fin whale urine. Meðalg. Fjöldi Meðalgildi St.Fráv. Spönn sjávar Eining Natríum 22 304 (190) 59 140-365 470 mmol/1 Kalíum 22 63 (75) 20 28-91 10 mmol/1 Klóríð 22 307 (210) 60 180-400 548 mmol/1 Þvagefni 22 432 (450) 180 120-750 - mmol/1 Sýrustig (pH) 21 6,6 (5,5) 0,83 5,5-9,0 8,2 - Osmolality 6 1040 (725) 211 744-1300 1200 mOsm/kg* * milliosmol/kg, mælieining fyrir ósmósuþrýsting. hlutfallslega minni hjá hvölum en í spendýrum á landi. Aukinn útskilnað- ur hennar í nýrum er líklegri skýring. Nýru hvala eru marghlutuð (lobu- lated) eins og um margar sjálfstæðar nýraneiningar (renculi) sé að ræða í sama nýranu. Líffræðingar hafa fund- ið að með aukinni líkamsþyngd minnkar hlutfallið á milli nýrna- og líkamsþyngdar. Ef hins vegar eru bor- in saman land- og sjávarspendýr með ámóta þunga, kemur í ljós, að sjávar- spendýr hafa hærra nýrna-/líkams- þyngdarhlutfall en spendýr á landi. Þannig hefur langreyðurin hlutfallið 0,44% (2 dýr) en ffllinn 0,29% (Slijper, E.J. 1979). Hærra þvagefni (urea) getur aftur á móti hugsanlega stafað af matarvenj- um dýranna eða streitu (Rehbinder, C. og Edquist, L-E. 1981). Þau taka til sín fæðu, hugsanlega á öllum tímum sólarhringsins, sem er e.t.v. rík af þvagefni. En munur á nýrnastarfsemi getur auðvitað einnig haft einhver áhrif og skýrt hluta af þeim mismun, sem fannst á þvagefnisstyrknum. Kreatínínstyrkur hvalablóðsins er lítið eitt hærri en manna, en ekki mark- tækt. Styrkur kreatíníns í blóði er háður vöðvamassa, vex með auknum vöðvamassa. Nýrnastarfsemi hefur þó afgerandi áhrif á blóðstyrk þess og er erfitt að túlka kreatínínstyrk, þegar lítið er vitað um heildarútskilnað í þvagi eða framleiðslu í líkamanum. Það er athyglisvert, að langreyður, jafn feit og hún er, hefur sama styrk á kólesteroli í blóði og menn og líklega einnig svipaðan styrk þríglyceríða. Þríglyceríðar hækka mjög við fæðu- inntöku og þær tölur, sem við notum til samanburðar, eru frá fastandi mönnum. Við höfum hins vegar engar upplýsingar um það, hvenær þessi dýr tóku til sín fæðu og erum því ekki með sambærilegar tölur fyrir þessar tvær tegundir dýra. Við könnuðum hvort einhver munur væri á styrk þrí- glyceríða hjá langreyðum eftir því hvenær á sólarhringnum dýrið hafði verið veitt og var þar enga fylgni að finna. Það bendir til þess að dýrin séu að éta á öllum tímum sólarhringsins, en hafi ekki fasta fæðutökutíma, eða fasta hvíldar- og föstutíma. Þetta er hins vegar í nánari könnun, og síðustu árin hefur magafylli og innihald dýranna verið skráð. Niðurstöður úr þeirri rannsókn virðast ætla að benda til, að dýrin taki mest til sín fæðu á morgnana (Gísli Víkingsson, 1990, 151

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.