Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 45
Jón Viðar Sigurðsson Nútímahraun á Hagafelli INNGANGUR Móbergsstapinn Hagafell er í sunn- anverðum Langjökli milli Eystri og Vestari Hagafellsjökla. Fjallið er ílangt frá norðri til suðurs og er um 7 km að lengd en 3 km að breidd. Suð- urbrún þess er brött og upp af henni hækkar fjallið jöfnum halla til norðurs uns Langjökull leggst ofan á það í um 920 m y.s. Á norðanverðu fjallinu er að finna gíga og nútímahraun. Einu heimild- irnar um þessa eldstöð eru ýmis jarð- fræðikort og er nokkurt ósamræmi á milli þeirra. Á jarðfræðikorti af Mið- íslandi (1:250.000) sem út kom árið 1962 (Guðmundur Kjartansson 1962), eru merktir inn gígar og nútímahraun runnið frá þeim, nyrst á Hagafelli og sömuleiðis annað eldra nútímahraun sem samkvæmt kortinu nær nokkuð suður eftir fjallinu. Líklegt er að gíg- arnir og yngsta hraunið hafi verið merkt inn eftir loftmyndum frá 1960 (Landmælingar íslands 1960) en hvort tveggja er mjög áberandi á þeim myndum. Á Jarðfræðikorti af íslandi (1:500.000) frá 1989 (Haukur Jóhann- esson og Kristján Sæmundsson 1989) má sjá nútímahraun og gíga á norðan- verðu Hagafelli og er staðsetning í samræmi við gíga og útlínur yngra nú- tímahraunsins á jarðfræðikortinu frá 1962. Samkvæmt þessu korti er aðeins eitt nútímahraun á Hagafelli. í bók- inni íslandseldar (Ari Trausti Guð- mundsson 1986) er kortskissa af Langjökli og nágrenni sem sýnir nú- tímaeldstöðvar og hraun. Á því korti er ekki að finna neina nútímaeldstöð eða hraun á Hagafelli. Tilvist nútímahrauns eða hrauna á norðanverðu Hagafelli og misræmi milli heimilda vakti áhuga greinarhöf- undar á nánari athugun þessa máls. SVARTAHRAUN Eitt hraun sker sig mjög úr öðrum á norðanverðu Hagafelli, þar sem það er mun dekkra en önnur. Þetta hraun nefni ég hér Svartahraun. Það er mjög áberandi á loftmyndum (Landmæling- ar íslands 1960) og gígar þess eru greinilegir. Gígarnir eru í raun gos- sprunga með stefnuna N48°A. Sprungan skiptist í tvennt. Suðvestur- hlutinn er um 500 m langur og er röð lítilla gíga. Rúmum 500 m norðaustan við gígaröðina er stakur gígur, um 30 m í þvermál. Stærsti gígurinn í gíga- röðinni er um 30 m í þvermál og um 14 m á dýpt (1. mynd). Flestir gíganna eru minni og grynnri. Á norðaustur- enda gígaraðarinnar eru gígarnir að mestu kaffærðir í hrauni. Staki gígur- inn stendur hæst og má ætla að tals- vert af hrauninu sé runnið frá honum. Gígarnir eru í um 870 - 930 m y.s. Flatarmál hraunsins er 2,4 km2 og rúmmál þess er nálægt 7.400.000 nr ef miðað er við að meðalþykkt þess sé rúmir þrír metrar. Það má því segja að þarna sé um lítið hraun að ræða sem að öllum líkindum hefur myndast Náttúrufræöingurinn 60 (3), bls. 155-160, 1991. 155

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.