Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 46

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 46
1. mynd. Stærsti gígurinn í gígaröð Svartahrauns. One of the craters in the crater row which Svartahraun originated from. Ljósm. photo Jón Viðar Sigurðsson. í stuttu gosi. Hraunið er þunnt, hraunkantarnir eru víðast hvar rúmir tveir metrar á hæð. Nokkrir hraun- taumar hafa runnið suður eftir fjallinu og eru þeir mjög áberandi úr lofti (2. mynd). Hraunið er ákaflega frauðkennt og mjög mikið morknað af frostveðrun. Yfirborð þess er því ekki eins og al- gengast er að yfirborð nútíma hellu- hrauna sé. Sjaldgæft er að sjá heilar hraunhellur eða hraunreipi á því. Bergfræðilega er hraunið ólivín- þóleiít. Dílar eru langir plagioklas- kristallar og ólivín sem inniheldur króm-spínel. Grunnmassinn saman- stendur af ólivíni, plagioklas, málm- steindum og gleri. Haraldur Sigurðs- son o.fl. (1978) benda á að ólivínþól- eiítkvikan á Langjökulssvæðinu sé frumstæð eða Iítið þróuð og hafi orðið til við mikla hlutbráðnun í möttlinum á um 10 km dýpi nálægt botni jarð- skorpunnar. Erfitt er að segja til um aldur Svartahrauns en ætla má af útlitinu að það sé mörg hundruð eða nokkur þús- und ára. ÖNNUR NÚTÍMAHRAUN Þau hraun önnur sem hylja norðan- vert Hagafell og eru eldri en Svarta- hraun eru vafalítið einnig nútíma- hraun. Þessi hraun eru ferskleg hellu- hraun. Hraunreipi eru mjög algeng á yfirborði þeirra. Hraunin ná alveg frá norðurenda fjallsins og eitthvað suður eftir því. Hraun sem eru austan Svartahrauns eru eflaust ættuð frá eld- stöð sem nú er horfin undir jökul, skammt norðar á Hagafelli. Engin ummerki eru um að jökull hafi skriðið yfir hraunin þar sem þau standa nú út undan jökli. Það verður því að teljast 156

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.