Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 47
2. mynd. Horft úr lofti austur yfir Hagafell. Dökkir hraunstraumar Svartahrauns teygja sig suður eftir fjallinu. Jarlhettur í baksýn. Areal view ofHagafell. The dark lava tongues of Svartahraun stretch southwards. Ljósm. photo Jón Viðar Sigurðsson. afar ólíklegt að hraunin séu eldri en frá ísaldarlokum, því litla veðurfars- kólnun virðist þurfa til að jökull gangi suður yfir norðanvert Hagafell. Þessi hraun eru, eins og Svartahraun, úr ólivínþóleiíti og standa saman af óli- vín- og plagioklasdílum í frekar fín- gerðum grunnmassa. Á einum stað, u.þ.b. 2,5 km suð- austan við gíga Svartahrauns, fundust leifar af gíg sem að mestu leyti er kaf- færður í hraunum. DÍLAR MEÐ GLERKJARNA Á einum stað við lækjarfarveg skammt suðaustan Svartahrauns fund- ust sérkennilegir dílar í hrauni sem er eldra en Svartahraun. Athygli vakti að í hrauninu var mikið af ílöngum Ijósum dílum. Þessir dílar voru allt að 5 cm langir en gátu verið allt niður í 1-2 mm. Stærri dílarnir höfðu ljósa kápu en dökkan kjarna. Stefna þess- arra díla í hrauninu var mjög óreglu- leg. Við nánari skoðun kom í ljós að dílarnir eru greinilega vaxnir úr sömu kviku og hraunið. Jaðrar dílanna eru óreglulegir og kristallarnir í þeim eru vaxnir út í grunnmassann umhverfis. Hin ljósa kápa dílanna stendur saman af plagioklasi og ólivíni en dökki kjarninn er úr gleri. í gleri kjarnans er einnig eithvað af ólivín- og plagioklas- kristöllum. Hraunið sem dílarnir finnast í er mjög blöðrótt og eru gasblöðrurnar reglulega kringlóttar. Kristallarnir í hrauninu eru hinir sömu og kristallar dílanna og víða í hrauninu má sjá kristalþyrpingar sem eru eins og kápa dílanna. Á 3. mynd er teikning af út- liti dílanna eins og sést við smásjár- 157

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.