Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 48
3. mynd. Smásjárteikning
af bergþynnu sem sýnir
dílaþyrpingu með glerkj-
arna. Drawing of a thin
section showing a xenolith
with glass core. Teikning
drawing Jón Viðar Sig-
urðsson.
skoðun á bergþynnu. Á myndinni er
kápa dfls, glerkjarninn fyrir innan og
grunnmassi hraunsins utan díls.
Gerðar voru nokkrar efnagreining-
ar á gleri í kjarna eins dílsins í örgreini
og var niðurstaða þeirra allra sam-
bærileg. Glerið lítur því út fyrir að
vera einsleitt að samsetningu. Sam-
setning einnar greiningar er gefin í
töflu 1.
Glerið hefur samsetningu sem er
sambærileg við það sem þekkist í óli-
vínþóleiíti. Efnagreiningin bendir til
að glerið í kjarna dílanna eigi sér
samskonar uppruna og bergið sem
það er í, ef miðað er við að samsetn-
ing bergsins sé sambærileg við sam-
setningu ólivínþóleiíthrauna á Lang-
jökulssvæðinu. Það er nokkrum erfið-
leikum háð að skýra á hvaða hátt
þessir óvenjulegu dílar hafa orðið til.
Einn möguleiki er sá að litlir gjall-
molar hafi fallið í rennandi hraun.
Molarnir hafi sokkið í hraunið og
kristalkápa vaxið umhverfis. Þetta
gæti hafa gerst með þeim hætti að
gjallmolar hafi hrunið úr gígbörmum
og niður í hrauntjörn. Eflaust má
finna fleiri skýringar á myndun díl-
anna.
Tafla 1. Efnasamsetning glers í kjarna
díls. Chemical composition of glass in
a xenolith core.
SiO, 49,58%
TiO, 1,40%
AIA 13,13%
pe(total) 10,56%
MnO 0,21%
MgO 6,99%
CaO 13,57%
Na,0 2,25%
K,Ö 0,10%
p2o5 0,14%
samtals: 97,93%
ÞAKKIR
Fanney Ósk Gísladóttir, Hjalti Guð-
mundsson, Karl Grönvold og Þorleifur
Einarsson fá þakkir fyrir ýmsa aðstoð.
Páll Imsland fær þakkir fyrir yfirlestur
handrits og ýmsar ábendingar.
158