Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 48
3. mynd. Smásjárteikning af bergþynnu sem sýnir dílaþyrpingu með glerkj- arna. Drawing of a thin section showing a xenolith with glass core. Teikning drawing Jón Viðar Sig- urðsson. skoðun á bergþynnu. Á myndinni er kápa dfls, glerkjarninn fyrir innan og grunnmassi hraunsins utan díls. Gerðar voru nokkrar efnagreining- ar á gleri í kjarna eins dílsins í örgreini og var niðurstaða þeirra allra sam- bærileg. Glerið lítur því út fyrir að vera einsleitt að samsetningu. Sam- setning einnar greiningar er gefin í töflu 1. Glerið hefur samsetningu sem er sambærileg við það sem þekkist í óli- vínþóleiíti. Efnagreiningin bendir til að glerið í kjarna dílanna eigi sér samskonar uppruna og bergið sem það er í, ef miðað er við að samsetn- ing bergsins sé sambærileg við sam- setningu ólivínþóleiíthrauna á Lang- jökulssvæðinu. Það er nokkrum erfið- leikum háð að skýra á hvaða hátt þessir óvenjulegu dílar hafa orðið til. Einn möguleiki er sá að litlir gjall- molar hafi fallið í rennandi hraun. Molarnir hafi sokkið í hraunið og kristalkápa vaxið umhverfis. Þetta gæti hafa gerst með þeim hætti að gjallmolar hafi hrunið úr gígbörmum og niður í hrauntjörn. Eflaust má finna fleiri skýringar á myndun díl- anna. Tafla 1. Efnasamsetning glers í kjarna díls. Chemical composition of glass in a xenolith core. SiO, 49,58% TiO, 1,40% AIA 13,13% pe(total) 10,56% MnO 0,21% MgO 6,99% CaO 13,57% Na,0 2,25% K,Ö 0,10% p2o5 0,14% samtals: 97,93% ÞAKKIR Fanney Ósk Gísladóttir, Hjalti Guð- mundsson, Karl Grönvold og Þorleifur Einarsson fá þakkir fyrir ýmsa aðstoð. Páll Imsland fær þakkir fyrir yfirlestur handrits og ýmsar ábendingar. 158

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar: 3. Tölublað (1990)
https://timarit.is/issue/291211

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

3. Tölublað (1990)

Handlinger: