Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 56

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 56
2. mynd. Séð til norðvesturs yfir Múlajökul og Hofsjökul. Hér er stafrænu korti af yfir- borði Hofsjökuls varpað á flugljósmynd. í ljósmyndalinsum er ævinlega bjögun og getur því kortið varla fallið alveg rétt á myndina án lagfæringa. Sú lagfæring þarf hins vegar ekki að vera nema smávægileg. Unnt er að varpa hvers kyns starfrænum kortum á þenn- an hátt á loftmyndir. Ujósm. Oddur Sigurðsson. jökull rennur fram breiðan dal, við Grímsvötn er feikna lægð í undirlagi jökulsins, Brúarjökull liggur á tiltölu- lega sléttu flatlendi og Breiðabunga hylur voldugt en ekki mjög tindótt fjalllendi. Með íssjármælingunum hef- ur þessi hula nú verið gerð næsta gagnsæ, þannig að miklu fínni drættir sjást í gegn en áður. Fram koma ein- stök fjöll og dalir, og gil eru vel greini- leg auk þess sem vitað er nokkurn veginn hversu hátt undirlag jökulsins liggur yfir sjó. Af kortunum af undir- lagi jöklanna og þykkt þeirra er hægt að lesa hvaða leið vatnið rennur undir jöklinum. Það er engan veginn ein- hlítt, að það fari alltaf niður í móti. Halli jökulyfirborðs getur þvingað vatnið til að renna upp allt að tífalt brattari brekku, sem snýr öndvert í undirlaginu. Er óþarft að fjölyrða um hve mikil áhrif þetta getur haft á vatnafar undir jökli og við jaðar hans. í kortum er fólgin geysilegur fróð- leikur. Á þeim getur þjálfaður maður séð að bragði landslag og einstaka drætti . landsins. Þennan fróðleik þrýtur seint eða aldrei, því að maður- inn er ekki þeim eiginleika búinn að geta numið kort utan að. í þau er hægt að sækja upplýsingar endalaust. í texta bókarinnar kemur að sjálf- sögðu ekki fram allt það sem mark- vert má teljast um jöklakortin, enda eru þau, sem og önnur kort, til þess gerð að koma í staðinn fyrir endalaus- an texta. I kortunum er hverjum og einum boðið að finna eitthvað nýtt, sem jafnvel enginn annar hefur komið auga á. Kortin eru sum litprentuð, sem er 166

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.