Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 8
en fellur þokkalega að íslensku máli sé það lesið með íslenskum framburði, og verður það því notað í þessum pistli þar sem við á. SJÚKDÓMAR SEM PRÍON VALDA Tæpur tugur sjúkdóma er talinn stafa af príonsýkingum. Líklega eru flestir þeirra þó aðeins riðuveiki sem borist hefur úr sauðfé í aðrar dýrategundir, og þar sem vafi leikur á hvort flokka skuli þá sem sérstaka sjúkdóma verða þeir ekki allir taldir upp hér. Sennilega geta aðeins tveir príonsjúkdómar, riðuveiki í sauðfé og CJD í mönnum, talist náttúrulegir en hinir stafa á einn eða annan hátt af mannanna verkum. Tekist hefur að flytja flesta þessara sjúkdóma í ýmsar aðrar dýrategundir en þeir fundust í upphaflega, svo sem mýs, hamstra, rottur, svín og ýmsar apa- tegundir. Auk þess hafa minkar, ýmis jórturdýr og jafnvel hvítt tígrisdýr smitast fyrir slysni. PRÍONSJÚKDÓMAR í DÝRUM Riðuveiki (scrapie) Riðuveiki í sauðfé og geitum hefur verið þekkt lengi. í Frakklandi og Þýskalandi eru til lýsingar á krankleika sem án vafa er riða, allt frá árinu 1732. Riða hefur einnig verið rannsökuð mikið og lengi. Besnoit reyndi að smita kindur með sýktum heilavef 1899, en fyrstir til að flytja riðu á milli kinda, svo ekki léki neinn vafi á, voru Cuillé og Celle árið 1936 (Gajdusek 1990, Pattison 1988). Þeir töldu líklegt að riða orsakaðist af „síanlegri" veiru. Bretar urðu óþyrmilega varir við smitgetu riðunnar um miðjan fimmta áratuginn, þegar 18.000 fjár var bólusett með riðumenguðu bóluefni með þeim afleiðingum að 1.500 þeirra veiktust tveimur árum síðar (Prusiner 1982). Á Islandi kemur riðuveiki nær ein- göngu fram í kindum eldri en ársgömlum, oftast 2—4 vetra, en hefur ekki fundist í þeim örfáu geitum sem hér eru. Veikin leggst jafnt á bæði kyn og leiðir undan- tekningalaust til dauða. Sjúkdómseinkenni Dýrin horast, verða taugaveikluð og hræðslugjörn, hníga jafnvel niður ef reynt er að handsama þau. Svo kemur fram riðan sem veikin er kennd við og göngulag sjúklingsins verður óreglulegt. Erlendis fylgir riðuveikinni mikill kláði en flestar íslenskar kindur virðast að mestu lausar við hann. Austfírskt riðufé er þarna áberandi undantekning. Það fær heiftarlegan kláða með veikinni og nuddar sér iðulega svo ákaft upp við staura, eða annað tilfallandi, að undan blæðir (Sigurður Sigurðarson 1981) (1. mynd). Hvernig á þessum einkennamun eftir landshlutum stendur er ekki vitað. Hann gæti bent til þess að annað afbrigði riðusýkilsins sé á Austurlandi eða að erlðir fjárins ráði miklu um hver einkennin verða. Þess má geta að fé sem sýkt er við tilraunir erlendis er stundum laust við kláða (Pattison 1988) og gæti það bent til þess að einkenni sjúkdómsins ráðist að einhverju leyti af þvf hvernig hann smitaðist. Riðufé horast í sífellu eftir því sem sjúkdómurinn ágerist, jafnvel þótt það hafi oftast góða matarlyst og drekki mikið. Máttleysi verður smám saman meira og að lokum hætta dýrin að geta staðið upp hjálparlaust, hætta jafnvel að geta jarmað. Riðusjúklingar virðast hafa fulla skynjun og tilfinningu til hins síðasla (Páll A. Pálsson 1978). Sjúkdómurinn getur varað allt frá nokkrum vikum til nokkurra mánaða frá því fyrstu einkenni koma fram, þangað til hann dregur dýrið til dauða. (Páll A. Pálsson 1978, Wilfert 1988). Riðuveiki vekur engin ónæntissvör í sýktum dýrum, engin sérhæfð mótefni finnast og dýrin fá ekki hita (Wilfert 1988). 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.