Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 13
3. mynd. Drengur af ætt-
bálki Fore-manna á Papúa
Nýju-Gíneu haldinn kúrú
á lokastigi. Ljósm. D.C.
Gajdusek.
Zigas og D.C. Gajdusek*, en þá var hann
orðinn að miklum faraldri og árleg
dánartíðni af völdum hans 2-3% (Wilfert
1988). Hann var banamein 80-90% allra
kvenna af ættbálkinum, lagðist einnig á
börn af báðum kynjum, en fullorðnir
karlar sluppu (3. mynd). Þeir létust þó
margir óbeint af völdum sjúkdómsins, því
að um 20% dauðsfalla rneðal þeirra
stöfuðu af aftökum vegna grunar um
galdra og kukl í sambandi við kúrú (Fenn-
er og White 1976). Hlutfall kynjanna var
orðið mjög skekkt. Eingöngu þriðjungur
ættbálksins var kvenkyns og í sumum
þorpum aðeins fjórðungur íbúa (Gajdusek
1990).
Vegna þess að kúrú fannst eingöngu
meðal Fore-manna létu menn sér fyrst
detta í hug kyntengdar erfðir sem
skýringu. Orsök kúrú reyndist þó vera
önnur. Árið 1959 veitti ungur bandarískur
* D. Charleton Gajdusek fékk nóbelsverðlaun
1976 fyrir rannsóknir sínar á hæggengunt
smitsjúkdómum.
dýrameinafræðingur, W.J. Hadlow, því
athygli að lýsingum á einkennum og
vefjabreytingum samfara kúrú svipaði
talsvert til lýsinga á riðuveiki í sauðfé
(Pattison 1988). Þá höl'ðu menn sýnt með
óyggjandi hætti fram á að riða var
smitandi og leitt að því líkur að hún
smitaðist þegar ær éta hildir hver
annarrar við burð. Hadlow datt í hug að
kúrú gæti einnig verið smitsjúkdómur.
í framhaldi al þessu tókst Gajdusek og
samverkamönnum, árið 1965, að flytja
kúrú í simpansa með því að taka heila-
vökva úr nýlátnum kúrúsjúklingi og
sprauta í heila þeirra. Eftir 18-30 mánuði
fengu simpansarnir svo sjúkdóm sem
líktist tnjög kúiú. Ef heilavökvi var tekinn
úr sýktum apa og borinn í heilbrigðan
leið skemmri tími, 12 mánuðir, þangað til
sjúkdóms varð vart. Kúrú var því bætt í
hóp hæggengra smitsjúkdóma, sem dr.
Bjöm Sigurðsson hafði skilgreint (Fenner
og White 1976).
Auk þessa kom í ljós að kúrúfaraldur-
inn hafði breyst talsvert frá því honum
var lýst 1957. Tilfellum hafði fækkað
7