Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 14
lítillega, ungbörn voru hætt að sýkjast og með hverju ári sem leið urðu þeir yngstu sem sýktust einu ári eldri. Þetta leiddi til þess að smitleið kúrú fannst. Siðir íbúa á kúrúsvæðinu og nágranna þeirra eru um flest svipaðir. Konur, börn og svín hvers þorps búa saman í húsi en karlar og drengir eldri en 9 ára annars staðar. Karlmenn borða sjaldan með konunum en mataræðið er nær eins (Gajdusek 1990). Þó var á fyrri hluta þessarar aldar mikilvæg undantekning þar á. Um 1910-1920 tóku Fore-konur upp þann nýja sið að éta heilana úr látnum ættingjum til að öðlast gáfur þeirra (Fenner og White 1976). Börn, nema drengir eldri en 9 ára, voru viðstödd athafnirnar en karlmenn afar sjaldan. Konumar krufðu líkin berhentar og þvoðu sér ekki á eftir. Þær sinntu svo bömum sínum og borðuðu með guðsgöfflunum. Heilarnir voru matreiddir með því að troða þeim í bambushólka sem svo voru gufusoðnir. Þar sem þorp Fore-manna eru í 1.000-2.500 m hæð yfir sjávarmáli hefúr hitinn í hólkunum ekki farið yfír 95°C. Apar hafa sýkst af kúrú eftir að hafa étið svona meðhöndlaðan heila úr kúrú- sjúklingi og einnig er víst að kúrú getur smitast ef megn smitlausn kemst í slímhimnur, t.d. augu, eða inn í líkamann, í gegnum sár (Gajdusek 1990). Siðir Fore-manna skýra þannig hvers vegna sjúkdónturinn herjaði nær eingöngu á konur og börn. Fullyrða má að allir þeir sem sýktusl hafi tekið þátt í minn- ingarathöfn um einhvem sem látist hafði úr kúrú, og staðfest hefur verið að meira en 90% kvenna og barna sem voru viðstödd eina ákveðna athöfn, þar sem kúrúsýktur heili var meðhöndlaður, hafa þegar látist af sjúkdómnum (Gajdusek 1990). Aðrar smitleiðir hafa ekki fundist. Fjöl- margt fólk hel'ur llutt á kúrúsvæðið annars staðar frá. Innflytjendur tóku ekki þátt í mannáti en margir þeirra áttu mjög náið samneyti við sýkta. Enginn þeirra hefur sýkst en aftur á móti hafa talsvert margir brottfluttir Fore-menn, sem sýktust í æsku, fengið kúrú langt frá heimkynnum sínum. Smitefnið hefur ekki fundist í fylgju, fósturhimnum eða í mjólk og kúrúsjúkar konur hafa eignast heilbrigð böm sem hingað til hafa ekki fengið kúrú, svo ólíklegt er talið að sýkillinn geti borist f gegnum fylgju eða með móðurmjólk (Gajdusek 1990). Faraldurinn er enn ekki með öllu yfirstaðinn. Þó að áströlsk yfirvöld hafi stöðvað mannát íbúa Nýju-Gíneu á 6. áratugnum eru sjúkdómseinkenni enn að koma fram í fólki. Árið 1988 létust t.d. 6 manns af kúrú. Allir þeir sem fá sjúkdóm- inn núna eru eldri en 35 ára (Gajdusek 1990). Af þessu má ráða að með- göngutími sjúkdómsins geli verið talsverl mismunandi og mjög langur í sumum til- fellum. CJD (Creutzfeldt-Jakob Disease). CJD var fyrst lýst með vissu um 1920 sem fremur hraðri (subacute), síversnandi heilahrörnun. Það gerðu tveir þýskir taugameinafræðingar, Creutzfeldt og Jakob, hvor í sínu lagi. Framlag Jakobs þykir þó heldur meira þar sem hann lýsti jafnframt sjúklegum breytingum á heila- vef sjúklinganna (spongiform encephalo- pathy) (Masters 1984). Það var þó ekki fyrr en 1968 að Gibbs, Gajdusek, Asher og aðrir samstarfsmenn þeirra sýndu fram á að sjúkdómurinn var smitandi. Þeim þótti CJD svipa mikið til kúrú og tókst að sýkja simpansa með síund úr heila CJD- sjúklings (Masters 1984). Sjúkdómseinkenni CJD kemur alla jafna fram eftir miðjan aldur. Sjúkdómseinkennin eru um margt svipuð einkennum kúrú, ósjálfráðir vöðvarykkir og skortur á samhæfingu vöðva, en skjálfti er ekki jafn áberandi og hjá kúrúsjúklingum. Auk þess kemur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.