Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 16
borist milli manna með sýktum vefjum eða vefjaleifum á áhöldum skurðlækna. CJD hefur m.a. borist í fólk við hornhimnuígræðslu, heilabastsígræðslu og heilalínuritun með rafskautum sem þrædd eru inn í heila. Einn tauga- skurðlæknir, tveir læknar, tannlæknir og tveir af sjúklingum hans hafa látist úr CJD. Þetta bendir til þess að smit geti borist við skurðaðgerðir og krufningar en CJD virðist aftur á móti ekki geta smitast við blóðgjöf (Gajdusek 1990). Það vakti mikinn óhug meðal lækna árið 1985 þegar lýst var fjórum CJD- tilfellum í fólki sem fengið hafði vaxtar- hormónameðferð. Öll tilfellin komu fram með skömmu millibili árið 1984 og því óttuðust þeir að þetta væri upphafið að miklum faraldri. Vaxtarhormónið (hGH) sem sjúklingarnir þágu var unnið úr heiladinglum manna, með útdrætti í aceton. I Bandaríkjunum voru notaðir allt að 15.000 heiladinglar í hverja lögun og jafnframt vom oft notaðar leifar af ýmsum þáttum gamalla lagana í þær næstu (Brown 1988). Hver sjúklingur fær oftast hormón úr mörgum lögunum svo að talverðar líkur eru á því að heiladingull úr CJD-sýktum manni hafi ratað í einhverja þeirra. Til allrar hamingju virðist styrkur smitefnisins í hormóninu hafa verið lágur, því aðeins þrjú ný tilfelli höfðu greinst í júlí 1988 (Brown 1988). Þrátt fyrir mikla leit í Frakklandi 1986 fundust engin dæmi um CJD meðal hGH- þega (Goujard o.fl. 1988). Menn hafa því líklega „sloppið með skrekkinn". Eftir að áhættan við að gefa vaxtar- hormón unnið úr mannsheilum varð ljós var því snarlega hætt. Nú er eingöngu notað hormón sem framleitt er með erfðatæknilegum aðferðum (Gajdusek 1990). Það vakti athygli manna að sjúkdóms- einkenni þeirra sem smituðust af vaxtar- hormónagjöf voru ekki hefðbundin fyrir CJD. Einn hormónaþeganna lést reyndar af öðrum sjúkdómi og CJD greindist ekki fyrr en við krufningu, en hinir sex héldu allir greind sinni á fyrstu stigum sjúk- dómsins á meðan persónuleiki breyttist og vöðvasamhæfmg minnkaði. Þetta minnir meira á einkenni kúrú en CJD. Það kann því að skipta máli varðandi framgang sjúkdómsins hvemig smitefnið berst til heilans (Brown 1988, Gibbs o.fl. 1985). Þetta styður þá skoðun manna að kúrú sé upprunnið af stöku CJD-tilfelli. Með- göngutími CJD getur líka greinilega verið langur, eins og meðgöngutími kúrú, því að 19 ár liðu frá því einn þeirra sem smituðust fékk sína síðustu hormóna- sprautu þangað til fyrstu einkenni sjúkdóms komu fram. SAGA RANNSÓKNA Á SMITEFNINU DULARFULLA - UPPHAFIÐ Það kom snemma í I jós að sjúkdóms- valdur riðu hafði óvenjulega eðliseigin- leika. Bretinn D.R. Wilson varð manna fyrstur til að uppgötva það. Hann vann að rannsóknum sínum á riðuveiki um miðja þessa öld, áður en tekist hafði að flytja smitefnið í nagdýr. Riðurannsóknir voru þá mjög þungar í vöfum, því einu tilraunadýrin voru kindur sem höfðu aðeins u.þ.b. 25% smitnæmi og með- göngutími sjúkdómsins var oftast um eitt ár (Pattison 1988). Þrátt fyrir erfiðleikana tókst Wilson að sýna að smitefnið komst í gegnum 410 nm bakteríusíur og af því drógu menn þá ályktun að það væri veira. Aðrar niðurstöður Wilsons voru þó öllu óvenjulegri. Sýkillinn reyndist þola suðu með ágætum (100°C í 30 mín). Hann þoldi líka formalín, fenól og klóróform, hélt velli í yfir tvö ár í þurrkuðum heila og þoldi umtalsverðan skammt af útfjólu- bláu ljósi (Pattison 1988). Mikil bylting átti sér stað í riðu- rannsóknum þegar R.L. Chandler tókst að flytja sjúkdóminn í mýs árið 1961. í þeim komu fyrstu einkenni fram eftir um fjóra mánuði, auk þess sem þær eru á 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.