Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 18
PrP 27-30 úr hömstrum og samsvarandi prótín úr músurn með CJD höfðu sömu eðliseiginleika og sömu vakamót* (anli- genic determinants). Þá var einnig sýnt fram á að PrP 27-30 hafði á sér síaló- sykruhópa. Næsta langstökk í rannsóknunum var tekið af B. Oesch og samstarfsfólki sama ár þegar þeim tókst að einangra genið sem skráir PrP 27-30 í hömstrum. Þá kom í ljós að genið var líka til staðar í heilbrigðum hömstrum og þegar þau leituðu þess í DNA-skerðibútum úr mönnum fannst það þar. Genið virtist vera jafnmikið tjáð í sýktum og ósýktum hömstrum, í heila og mörgum öðrum vefjum. Mælingar með mótefnum gegn PrP 27-30 sýndu að skylt prótín, 33-35 KDa, var til staðar í óhreinsaðri heilasíund úr sýktum hömstrum og í minna magni í ósýktunr. Fremur væg prótínasa K meðhöndlun eyddi öllu þessu prótíni úr síundinni af ósýktu heilunum, en PrP 27- 30 úr sýktu heilunum eyddist ekki (Oesch o.fl. 1985). STAÐAN í DAG Eftir að þessi tímamótagrein birtist jókst áhugi manna á efninu mikið, og svo margt hefur verið gert á þeim tæpu átta árum sem síðan cru liðin að of langt mál yrði að greina frá því öllu. í staðinn skulum við líta nánar á það sem menn telja sig nú vita og huga dálítið belur að hugmyndum um hvernig príonin hegða sér. Flestar rannsóknaniðurstöðurnar hafa fengist með rannsóknum á riðusmitefni úr nagdýrum, en menn gera orðið lítinn greinarmun á því og smitefni hinna sjúkdómanna. Þess vegna eru niðurstöður sern fengnar eru með t.d. CJD-smitefni taldar eiga við um riðu, og öfugt. * Vakamót eru þeir hlutur mótefnavaka sem mótefni myndast gegn. EIGINLEIKAR PRÍONPRÓTÍNSINS Eins og áður segir er afurð „príon- gensins" (Prn-P) sykrað prótín seni er 33- 35 KDa. Til aðgreiningar nota margir nafnið PrPc fyrir prótínið sem til staðar er í ósýktum frumum, þ.e. náttúrulega afurð gensins, en kalla samsvarandi prótín í riðusýktum dýrum PrPSc (C fyrir Cell og Sc fyrir Scrapie). Þessi nafngiftafræði er þó ekki allsráðandi því sumir hofundar nota nafnið Gp34 (glycoprotcin 34 KDa) í stað lJrPSc og aðrir SAF-protein (Chesbro 1990, Manuelidis o.fl. 1987). Við væga meltingu með prótínasa K verður PrPSc að PrP 27-30 en PrPc eyðist algerlega. Það er því augljóslega einhver rnunur á prótínunum. Þessi munur á prótínasaþoli prótínanna stafar líklega að hluta til af því að PrPSc hefur ríka til- hneigingu til þess að kekkjast (aggregate). Þessir „prótínkekkir" mynda oft staflaga útfellingar í vel hreinsuðum príon- lausnum. Prótínútfellingarnar sem sjást í heilavef sýktra dýra (amyloid plaques) eru taldar vera PrPSc og auk þess er talið að SAF-þræðirnir, sem áður hefur verið minnst á, samanstandi af PrPSc-einingum. Það hefur þó ekki verið sannað (Prusiner 1989). Tekist hefur að fá taugaæxlisfrumur til að mynda PrPSc með því að bæta hreins- uðu PrP 27-30 í frumuræktir. Rannsóknir á þeim með geislamerkingum hafa leitt í Ijós að PrPc myndast hratl en brotnar líka fremur hratt niður. Það er bundið frumuhimnunni fyrir tilstuðlan glykósyl- fosfatidylinósitól (GPI) hóps sem það hefur, en prótínið sjálft er allt utan frumunnar. PrPSc myndast mun hægar. Það er himnubundið eins og PrPc og hefur líka GPI-hóp. PrPSc situr þó greinilega fastar í himnunum, t.d. er hægt að losa PrPc frá þeim með fosfólípösum sem kljúfa fosfatidylinósitól sérhæft, en slík meðferð losar ekki PrPSc. í „sýktum“ taugaæxlisfrumum finnst mest af PrPSc inni í frumum í stað frumuyfirborðs. 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.