Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 18
PrP 27-30 úr hömstrum og samsvarandi
prótín úr músurn með CJD höfðu sömu
eðliseiginleika og sömu vakamót* (anli-
genic determinants). Þá var einnig sýnt
fram á að PrP 27-30 hafði á sér síaló-
sykruhópa.
Næsta langstökk í rannsóknunum var
tekið af B. Oesch og samstarfsfólki sama
ár þegar þeim tókst að einangra genið
sem skráir PrP 27-30 í hömstrum. Þá kom
í ljós að genið var líka til staðar í
heilbrigðum hömstrum og þegar þau
leituðu þess í DNA-skerðibútum úr
mönnum fannst það þar. Genið virtist
vera jafnmikið tjáð í sýktum og ósýktum
hömstrum, í heila og mörgum öðrum
vefjum. Mælingar með mótefnum gegn
PrP 27-30 sýndu að skylt prótín, 33-35
KDa, var til staðar í óhreinsaðri heilasíund
úr sýktum hömstrum og í minna magni í
ósýktunr. Fremur væg prótínasa K
meðhöndlun eyddi öllu þessu prótíni úr
síundinni af ósýktu heilunum, en PrP 27-
30 úr sýktu heilunum eyddist ekki (Oesch
o.fl. 1985).
STAÐAN í DAG
Eftir að þessi tímamótagrein birtist jókst
áhugi manna á efninu mikið, og svo
margt hefur verið gert á þeim tæpu átta
árum sem síðan cru liðin að of langt mál
yrði að greina frá því öllu. í staðinn
skulum við líta nánar á það sem menn
telja sig nú vita og huga dálítið belur að
hugmyndum um hvernig príonin hegða
sér.
Flestar rannsóknaniðurstöðurnar hafa
fengist með rannsóknum á riðusmitefni
úr nagdýrum, en menn gera orðið lítinn
greinarmun á því og smitefni hinna
sjúkdómanna. Þess vegna eru niðurstöður
sern fengnar eru með t.d. CJD-smitefni
taldar eiga við um riðu, og öfugt.
* Vakamót eru þeir hlutur mótefnavaka sem
mótefni myndast gegn.
EIGINLEIKAR PRÍONPRÓTÍNSINS
Eins og áður segir er afurð „príon-
gensins" (Prn-P) sykrað prótín seni er 33-
35 KDa. Til aðgreiningar nota margir
nafnið PrPc fyrir prótínið sem til staðar er
í ósýktum frumum, þ.e. náttúrulega afurð
gensins, en kalla samsvarandi prótín í
riðusýktum dýrum PrPSc (C fyrir Cell og
Sc fyrir Scrapie). Þessi nafngiftafræði er
þó ekki allsráðandi því sumir hofundar
nota nafnið Gp34 (glycoprotcin 34 KDa)
í stað lJrPSc og aðrir SAF-protein (Chesbro
1990, Manuelidis o.fl. 1987).
Við væga meltingu með prótínasa K
verður PrPSc að PrP 27-30 en PrPc eyðist
algerlega. Það er því augljóslega einhver
rnunur á prótínunum. Þessi munur á
prótínasaþoli prótínanna stafar líklega að
hluta til af því að PrPSc hefur ríka til-
hneigingu til þess að kekkjast (aggregate).
Þessir „prótínkekkir" mynda oft staflaga
útfellingar í vel hreinsuðum príon-
lausnum. Prótínútfellingarnar sem sjást í
heilavef sýktra dýra (amyloid plaques) eru
taldar vera PrPSc og auk þess er talið að
SAF-þræðirnir, sem áður hefur verið
minnst á, samanstandi af PrPSc-einingum.
Það hefur þó ekki verið sannað (Prusiner
1989).
Tekist hefur að fá taugaæxlisfrumur til
að mynda PrPSc með því að bæta hreins-
uðu PrP 27-30 í frumuræktir. Rannsóknir
á þeim með geislamerkingum hafa leitt í
Ijós að PrPc myndast hratl en brotnar líka
fremur hratt niður. Það er bundið
frumuhimnunni fyrir tilstuðlan glykósyl-
fosfatidylinósitól (GPI) hóps sem það
hefur, en prótínið sjálft er allt utan
frumunnar. PrPSc myndast mun hægar.
Það er himnubundið eins og PrPc og hefur
líka GPI-hóp. PrPSc situr þó greinilega
fastar í himnunum, t.d. er hægt að losa
PrPc frá þeim með fosfólípösum sem
kljúfa fosfatidylinósitól sérhæft, en slík
meðferð losar ekki PrPSc. í „sýktum“
taugaæxlisfrumum finnst mest af PrPSc
inni í frumum í stað frumuyfirborðs.
12