Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 19
Sumar tilgátur gerðu ráð fyrir því að kekkjun PrPSc gæti verið grunnurinn að sýkjandi eiginleikum þess og aðrir töldu að sýkillinn væri kjamsýra, þéttpökkuð inn í margar PrPSc-einingar. Nýlega hefur tekist að leysa PrPSc-kekki sem komplexa með mildu hreinsiefni og fosfólípíðum (DPLC - detergent lipid protein com- plexes). Þannig má fá PrPSc inn í lípósóm án þess að það sé tengt öðrum PrPSc- sameindum. Við þetta hefur smitgeta allt að fimmtugfaldast, sem bendir til þess að PrPSc-prótínin séu smitandi ein og sér. Eins og áður segir er PrPSc talið öðlast hluta af prótínasaþoli sínu við það að mynda kekki sem prótínasar komast ekki að. Þetta er þó ekki öll skýringin, því það hefur sýnt sig að prótínasi K vinnur ekki heldur á PrPSc í DPLC-komplexum (Prusiner 1989). ER PRÍONPRÓTÍNIÐ SJÁLFT SMITEFNIÐ? Enn er ekki svo mikið vitað um príonprótínið að fullyrða megi að það sé smitefnið eitt og sér, en Prusiner bendir á alls tíu atriði sem benda til þess að það sé að minnsta kosti nauðsynlegur hluti þess (Prusiner 1989): L PrP 27-30 og smitefnið einangrast saman. PrP 27-30 er langmest áber- andi stórsameindin í öllum megnum smitlausnum. 2. Hremmisúlur með einstofna mótefni gegn PrP 27-30 safna í sig háum styrk prótínsins og háum styrk smitefnis. 3. Magn PrP 27-30 í lausn er í réttu hlutfalli við smitefnisstyrk hennar (þessu cru reyndar ekki allir sammála (Manuelidis 1987, Prusiner o.fl. 1990)). PrPSc er ekki til staðar í ósýktum dýrum. 4. Kanínublóðvökvi með mótefnum gegn PrP 27-30 getur eytt smitgetu úr DPLC. Mótefnin vinna hins vegar ekki á kekkjuðu PrP 27-30. 5. Eðlissvipting, vatnsrof og sértækar breytingar (selective modification) á PrP 27-30 minnka smitefnisstyrk. 6. PrP 27-30 hefur verið einangrað í tengslum við himnur, kekkjað, í DPLC og í lípósómum. Alltaf fylgir því hár styrkur smitefnis. 7. Genið sem skráir PrP hefur verið kallað prn-p. Raðgreining á því í músum og mönnum hefur leitt í ljós tengsl milli amínósýruraðar mismun- andi genasamsætna PrP og meðgöngu- tíma riðu og CJD. Annað gen, prn-i, sem nátengl er prn-p, í músum hefur einnig mikil áhrif á meðgöngutímann. 8. Rannsóknir á GSS og ættgengum CJD hafa leitt í ljós að stökkbreytingar í prn-p-geninu geta valdið sjúkdóm- unum. 9. Príonprótínin hafa eingöngu fundist í veí'jum manna og dýra sem sýkst hafa af einhverjum þeirra sjúkdóma sem hér eru til umræðu en ekki úr heilbrigðum einstaklingum eða í öðrum sjúklingum. 10. Sýktar taugaæxlisfrumur framleiða PrPSc en ósýktar ekki. Því má svo bæta við þennan lista að alger vöntun á ónæmisviðbrögðum við príonsýkingum samræmist því vel að PrPSc sé mikilvægur hluti smitefnisins. PrP^ er til staðar í líkama dýranna og hefur væntanlega sömu eða í það minnsta mjög svipuð vakamót og PrPSc. P/7!-/?-GENIÐ og AFURÐIR ÞESS. Prn-p-genið hefur fundist í öllum spendýrum þar sem þess hefur verið leitað og einnig í kjúklingum, svo ekki er ólíklegt að það sé til staðar í enn fleiri hryggdýrum. í músum er það á 2. lilningi en á þeint tuttugasta í mönnum. Þessir litningar eru samstæðir (homologous). Opin lesröð (ORF) gensins hefur verið raðgreind í mönnum, kindum, músum, rottum og ýmsum afbrigðum hamstra. 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.