Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 20
1 254 4. mynd. PrP ORF, PrPc, PrPSc og PrP 27-30 í hömstrum. Skyggðu svæðin eru klippt af við verkun prótínsins. Breyttar arginín amínósýrur eru merktar með X, sykur- hóparnir með CHO og brennisteinsatóm (S) cysteín-amínósýra, sem mynda S-S tengi sín á milli, eru merkt á myndina. GPI-hópur er festur á prótínið u.þ.b. 20 amínósýrum frá upphaflegum C-enda þess (eftir Prusiner 1989). Prótínið sem þær skrá er vel varðveitt, alltaf um 250 amínósýrur á lengd, með vatnsfælna merkiröð (~25 amínósýrur) á amínóenda og röð af vatnsfælnum amínósýrum (~20) á karboxylenda. C- endaröðin er líklega klippt af prótíninu við verkun þess um leið og GPI-sykur- fitunni er bætt á það. í öllum dýra- tegundum inniheldur prótínið tvær merkiraðir fyrir tengingu sykurhópa á Asn og einnig tvær cysteín-amínósýrur, sem mynda brennisteinsbrýr sín á milli, nærri C-enda sameindarinnar (4. mynd). Sykurhóparnir sem festir eru á prótínin eru jafnmargir og festir á sömu Asn- amínósýrur í PrP0 og PrPSc. Ekki hefur verið sýnt l'ram á það hvort munur er á samsetningu sykurhópanna. Stungið hefur verið upp á því að breyting á sykrun PrPc geti breytt því í PrPSc en tilraunir til að fjarlægja sykurhópa af PrPSc hafa ekki minnkað smitgetu (Manuelidis o.fl. 1987). Við verkun PrPSc eftir þýðingu er Arginín-amínósýrum nr. 25 og 37 breytt á einhvem óþekktan hátt. Arg25 er líka breytt í PrPc en óvíst er með Arg37. Þessar breytingar koma í veg fyrir að amínó- sýrurnar greinist í gasfasa prótínrað- greiningu, en í hverju þær em fólgnar er ekki vitað. Þetta er þó varla mikilvægt fyrir smitgetu PrPSc því þetta svæði prótínsins er klippt af við prótínasa K meltingu, en samt heldur afgangur prótínsins (PrP 27-30) hæfileikanum til að sýkja að því er virðist. Pm-p-gemð í hömstmm inniheldur eina mjög stóra innröð (intron). Mönnum datt því í hug að munur gæti verið á því hvernig táknröðum er skeytt saman í sýktum og ósýktum dýrum. Það reyndist ekki vera, enda er innröðin ekki á því svæði gensins sem skráir prótínið (5. mynd). Margt annað bendir til þess að PrPc og PrPSc hafi nákvæmlega sömu amínó- sýruröð; t.d. hefur aðeins ein gerð PrP mRNA fundist í sýktum og ósýktum dýrum og prótínraðgreining á 70% af PrPSc og 87% af PrP 27-30 leiðir ekki í ljós neitt frávik frá því sem genið skráir fyrir. TILVIST ÓLÍKRA RIÐUSTOFNA Áður fyrr drógu fáir í efa að til væru ólíkir stofnar af riðusmitefninu. Nú velta menn því aftur á móti fyrir sér hvort svo sé í raun og veru. Svarið við þessari spurningu er allmikilvægt, því erfitt er að skýra tilvist ólíkra stofna af smitefni með öðru en því að það hafi í sér eigið erfðaefni, sem þá væri líklegast kjarn- sýra. UV-geislaþol príonanna bendir til þess að kjamsýra þeirra gæti mest verið 30-45 basapör sé hún tvíþætt, en einþætt kjarnsýra gæti mest verið 5 basar á lengd. Þetta er auðvitað ekki nóg til að skrá 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.