Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 20
1
254
4. mynd. PrP ORF, PrPc, PrPSc og PrP 27-30
í hömstrum. Skyggðu svæðin eru klippt af
við verkun prótínsins. Breyttar arginín
amínósýrur eru merktar með X, sykur-
hóparnir með CHO og brennisteinsatóm (S)
cysteín-amínósýra, sem mynda S-S tengi sín
á milli, eru merkt á myndina. GPI-hópur er
festur á prótínið u.þ.b. 20 amínósýrum frá
upphaflegum C-enda þess (eftir Prusiner
1989).
Prótínið sem þær skrá er vel varðveitt,
alltaf um 250 amínósýrur á lengd, með
vatnsfælna merkiröð (~25 amínósýrur) á
amínóenda og röð af vatnsfælnum
amínósýrum (~20) á karboxylenda. C-
endaröðin er líklega klippt af prótíninu
við verkun þess um leið og GPI-sykur-
fitunni er bætt á það. í öllum dýra-
tegundum inniheldur prótínið tvær
merkiraðir fyrir tengingu sykurhópa á Asn
og einnig tvær cysteín-amínósýrur, sem
mynda brennisteinsbrýr sín á milli, nærri
C-enda sameindarinnar (4. mynd).
Sykurhóparnir sem festir eru á prótínin
eru jafnmargir og festir á sömu Asn-
amínósýrur í PrP0 og PrPSc. Ekki hefur
verið sýnt l'ram á það hvort munur er á
samsetningu sykurhópanna. Stungið hefur
verið upp á því að breyting á sykrun PrPc
geti breytt því í PrPSc en tilraunir til að
fjarlægja sykurhópa af PrPSc hafa ekki
minnkað smitgetu (Manuelidis o.fl. 1987).
Við verkun PrPSc eftir þýðingu er
Arginín-amínósýrum nr. 25 og 37 breytt
á einhvem óþekktan hátt. Arg25 er líka
breytt í PrPc en óvíst er með Arg37. Þessar
breytingar koma í veg fyrir að amínó-
sýrurnar greinist í gasfasa prótínrað-
greiningu, en í hverju þær em fólgnar er
ekki vitað. Þetta er þó varla mikilvægt
fyrir smitgetu PrPSc því þetta svæði
prótínsins er klippt af við prótínasa K
meltingu, en samt heldur afgangur
prótínsins (PrP 27-30) hæfileikanum til
að sýkja að því er virðist.
Pm-p-gemð í hömstmm inniheldur eina
mjög stóra innröð (intron). Mönnum datt
því í hug að munur gæti verið á því
hvernig táknröðum er skeytt saman í
sýktum og ósýktum dýrum. Það reyndist
ekki vera, enda er innröðin ekki á því
svæði gensins sem skráir prótínið (5.
mynd).
Margt annað bendir til þess að PrPc og
PrPSc hafi nákvæmlega sömu amínó-
sýruröð; t.d. hefur aðeins ein gerð PrP
mRNA fundist í sýktum og ósýktum
dýrum og prótínraðgreining á 70% af
PrPSc og 87% af PrP 27-30 leiðir ekki í
ljós neitt frávik frá því sem genið skráir
fyrir.
TILVIST ÓLÍKRA RIÐUSTOFNA
Áður fyrr drógu fáir í efa að til væru
ólíkir stofnar af riðusmitefninu. Nú velta
menn því aftur á móti fyrir sér hvort svo
sé í raun og veru. Svarið við þessari
spurningu er allmikilvægt, því erfitt er að
skýra tilvist ólíkra stofna af smitefni með
öðru en því að það hafi í sér eigið
erfðaefni, sem þá væri líklegast kjarn-
sýra. UV-geislaþol príonanna bendir til
þess að kjamsýra þeirra gæti mest verið
30-45 basapör sé hún tvíþætt, en einþætt
kjarnsýra gæti mest verið 5 basar á lengd.
Þetta er auðvitað ekki nóg til að skrá
14