Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 21
DNA An mRNA Táknröö 1 Innröö Táknröö 2 5. mynd. Prn-p-genið í hömstrum inniheldur eina stóra innröð (10.000 basapör). Innröðin er þó ekki innan opna lesrammans (ORF) sem að lokum er þýddur yfir í prótín (eftir Prusiner 1989). prótín og tæpast nóg til að hafa einhverja aðra óþekkta lífvirkni. Áreiðanleika útreikninganna má hins vegar auðvitað vefengja. Það mótmælir því enginn að riðu- smitefni sem einangrað er úr mismunandi dýrategundum hefur ólíka eiginleika. Þeir lýsa sér fyrst og fremst sem mislangur meðgöngutími þegar smit er borið milli tegunda og mismunandi næmi tegunda fyrir smitefninu. Eiginleikar þessara „stofna“ eru þó langt frá því stöðugir. Menn tóku fljótt eftir því að þegar einhver af príonsjúkdómunum er fluttur milli dýrategunda reynist meðgöngutími í nýrri tegund óvenjulangur í fyrstu kynslóð. I annarri kynslóð (þegar snrit- efnið er tekið úr sýktu dýri af nýju tegundinni) styttist meðgöngutíminn alltaf mikið. Sumir halda því fram að með- göngutími haldi áfram að styttast nokkuð í næstu kynslóðum (Chesbro 1990) uns hann nær jafnvægi, en flest gögn virðast þó benda til þess að meðgöngutíminn styttist í einu stökki í fyrslu kynslóð og sé svo jafnlangur eftir það (Pattison 1988, Prusiner 1989, Gajdusek 1990). Sé það reyndin má vel skýra mismuninn á meðgöngutíma með þeim mun sem er á PrPSc-geninu milli dýrategunda. Til dærnis er um 6% munur á amínósýruröð milli hamstra og músa og gæti það skýrt hvers vegna riðusmitefni getur aðlagast hvorri tegund fyrir sig. Þetta kemur vel heim við tilraunaniðurstöður sem Prusiner og félagar birtu árið 1990. Þeim tókst að tlytja PrP-gen hamsturs í mýs og tjá það í þeim (Pnrsiner o.fl. 1990). Mýsnar urðu við það jafn smitnæmar og hamstrar fyrir riðusmitefni úr hömstrum (meðalmeð- göngutími 75 dagar) og auk þess konr í ljós að ef þessar erfðabreyttu mýs voru sýktar með heilavökva úr hömstrum framleiddu þær sjálfar smitetni sem var mun skæðara hömstrum en músum. Væm þær á hinn bóginn smitaðar með smitefni ættuðu úr músum framleiddu þær „nrúsa- smitefni'*. Skýrt hefur verið frá einangrun riðu- smitefnis sem sýndi stuttan meðgöngu- tíma, bæði í hömstrum og músum, í nokkrar kynslóðir (Chesbro 1990). Ef þetta er rétt dugir ekki að skýra það nreð amínósýruröð príonsins og þá eru erfðir í smitefninu sjálfu líklegasta skýringin. Því er einnig haldið fram að sjá megi mun á einkennum og vefjaskemmdum sem mismunandi stofnar riðusmitefnisins valda. Áður hefur verið minnst á að kláði í kindunr er stundum áberandi en stundum sést hann ekki. Eitthvað af þessu má væntanlega skýra með því að arfgerð hýsilsins valdi þessum mismun, en þó benda sannfærandi gögn til þess að greina 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.