Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 28
1. mynd. Nágrenni Kvíárjökuls. Kortskissa er sýnir landslag og helstu staðanöl'n. Á milii
hæðarlína eru 20 m. Kvíárjökull and vicinity - topography and place names. Height-contours
at 20 m interval. Teikn. Páll Imsland.
eða vísindalegum forsendum, aðeins mun
ég reyna að gera grein fyrir tilgátu minni
um það hvernig þetta gæti haft gerst, í
stórum dráttum.
HUGMYNDIR HENDERSONS
„Við komum nú í það umhverfi, sem
svo er raunalegt og úfið á að líta, að
annað ömurlegra er ekki hægt að hugsa
sér. Eru þetta rústir af fjallaklasa, sem
skekinn hefur verið allt til grunna árið
1362, þegar jökullinn brast með hræði-
legri sprengingu og gereyddi ströndina
þama um slóðir. Allt í kring lágu ódæmin
öll af móbergi og hörðnuðum leir. Er
þetta fullt af svörtum smásteinum, sem
kyngiorka jarðeldsins hefur varpað upp
og þeytt hingað, svo að þeir liggja á
hinum mesta tætingi meðfram jöklinum.
Upp í miðbik fjallsins liggur skuggalegt
gil og endar í ólögulegum klettum, en
umhverfis þá í allar áttir voru kynnstur af
fornum ís, er teigði sig alla leið til
jökulsins á bak við. Voru í honum
allskonar fornar gosleifar." Þannig lýsir
Ebenezer Henderson umhverfi Kvíárjökuls
í ferðabók sinni, en hann fór hér um árið
1814.
Þó Henderson tæki grannt eftir því sent
fyrir augun bar er ckki að undra að fyrir
kæmi að hann drægi rangar ályktanir af
því sent hann sá, og víst er að sú ályktun
hans að unthverfi Kvíárjökuls hafi orðið
til árið 1362 er röng. Við fyrstu sýn mun
líka þessi lýsing á umhverfinu koma
flestum staðkunnugum spánskt fyrir sjónir
(sjá 3. mynd). Þrátt fyrir það mun rétt að
þarna hefur einhvern tíma gengið mikið
22