Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 30
3. mynd. Vatnafjöll, Kvíárjökull og Staðarfjall í dag. Myndin er tekin úr lofti í ágúst 1991. Á
myndinni sést að aurinn á Kvíárjökli kemur frá Markkletti, en hann er neðst í Öræfajökli nærri
miðja vegu upp af Kvíárjökli. Kvíárjökull and adjacent mountains today. Ljósm. photo Páll
Imsland.
egginni, í um það bil 620 m hæð. Þar em
miklar dyngjur af gjósku (4. mynd) á því
litla plássi sem þar er til staðar. I hlíðinni
norðan við er stór hraunskjöldur (5.
mynd) sem nær nærri því frá brún og
niður á flatlendi og myndar þar næstum
1 km2 hraun sem jökull hefur ekki gengið
yftr og áður var minnst á.
Nokkru norðvestar á egginni hefur
einhvern tíma runnið hraun sem fallið
hefur niður hlíðina, en jökull hefur slípað
það vel og vandlega, þó enn megi sjá
hrauntraðir þegar kemur niður fyrir
aðalbrekkuna. Aðrar hrauntraðir eru
austar og neðar, en þar virðist jökull ekki
hafa slípað hraunið.
A þessu jökulsorfna hrauni stefna
jökulrispurnar (sjá 2. mynd) suðaustur, en
á klöpp sem stendur upp úr óslípaða
hrauninu nærri neðst virðist skriðstefna
jökulsins hafa verið nærri beint í suður.
Gæti það bent til að dalverpi hafi verið
þar sem hraunið er nú og gæti hraunið
því verið talsvert þykkt.
Upptök þessa hrauns eru ófínnanleg í
landinu eins og það er nú. Það hlýtur því
að vera komið frá eldstöð sem nú er horfm
en hefur verið á milli Vatnafjalla og
Staðarfjalls, einhvers staðar hátt yfír því
svæði þar sem Kvíárjökull liggur nú í
farvegi sínum. Hraunið hefur runnið eftir
að ísinn leysti af þessu svæði, sennilega
fljótlega eftir það, og líklega á meðan
sjávarstaða var há.
Líklega hefur verið eldkeila þar sem
Kvíárjökull er nú og hraunin runnið frá
henni. Toppur keilunnar hel'ur að lík-
indurn verið nokkru hærri en fjöllin
beggja vegna jökulsins, en þau eru hluti
af undirhlíðum hcnnar og sést þar í
bergveggjunum í innviðu keilunnar (sjá 6.
mynd). A þessum undirhlíðum liggja
24