Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 34
7. mynd. llamraveggirnir
upp af Kvíárjökli vestan í
Vatnafjöllum. Myndin er
tekin á svipuðum stað og
6. mynd en liorft er í
andstæða átt, til suðausturs
meðfram gjall- og klepra-
veggjunum efst í jarð-
lagastaflanum í fjallsbrún-
inni. Þessir hamrar tilheyra
jarðlögunum sem urðu lil í
gosinu í ísaldarlokin er hér
hefur verið gert að um-
ræðuefni. Eystri-Kvíá sést
renna til sjávar í bak-
grunni. The cliffs in Valna-
fjöll above Kvíárjökull.
Here are seen tlie cliffs of
scoria and lava formed
during the late-glacial or
early post-glacial eruption
discussed in the article
and overlying the cone in-
teriors. Ljósm. pltoto
Sigurður Bjömsson.
sem hlaupið bar þarna fram hel'ur dreifst
til beggja hliða og má enn sjá leifar af
þessu hlaupaseti suðaustan undir Staðar-
fjalli. Að norðanverðu hefur hlaupið mætt
framburðinum sem kom fram Vattarár-
gljúfrið, en óvíst er hvort framburðurinn
úr þessum hluta hlaupsins hefur náð upp
úr sjó.
Eftir þetta hefur meginvatnið frá
suðausturhlíð Öræfajökuls safnast í þessa
nýju gjá og myndað farveg eftir dyngjunni,
sem hlaupið skildi eftir, þegar af henni
fjaraði við að landið reis. Áin hefur
myndað allbreiðan og djúpan farveg. Fram
eftir honum hefur skriðið skriðjökull
(Kvíárjökull hinn forni), sem hefur náð
aðeins lengra fram en sá er síðar kom og
sér enn leifar af jökulöldum frá þeim jökli
(sjá 2. mynd). Þó er ef lil vill hugsanlegt
að þessar jökulmenjar séu eldri, hafi
myndast af jöklinum sem skildi eftir
rispurnar við hraunjaðarinn, sem fyrr
getur, og má vel vera að hægt sé að ganga
úr skugga um það með ítarlegri athug-
unum.
Hinn forni Kvíárjökull hefur aðeins
komið úr hlíðunt Öræfajökuls, því langan
tíma hefur tekið að fylla öskjuna í toppi
hans eflir umbrotin þar og nú hefur farið
í hönd hlýtt tímabil og jökullinn hefur að
28