Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 36
A B
9. mynd. Þversnið af eldkeilunni við Kvíárjökul, Kvíárkeilunni. Lega sniðsins er sýnd á 8.
mynd. A section through the late-glacial cone at Kvíárjökull. For location, see Fig. 8. Teikn.
Páll Imsland.
í það skarð sem áin hafði runnið um og
fór hún þá að renna eingöngu frá fremsta
jökultanganum.
Þar kom að Kvíárjökull hætti að vaxa
og í stað þess fór hann að dragast saman,
bráðna frá öldunum. Við þetta mynduðust
á nokkrum stöðum lón við jökulbrúnina
innan við Kambana, misjafnlega stór og
djúp. Sum þeirra náðu framrás yfir ölduna
og grófu skörð í hana allt niður að botni
lónanna. Um eitt þessara skarða náði
meginvatn Kvíár síðar framrás og rann
þar nokkrar aldir. Ovíst er hvenær
meginvatn Kvíár fór að renna urn þetta
skarð en það hefur þó verið fyrir 1700,
því að í útdrættinum af jarðabók Isleifs
Einarssonar frá 1709 segir að landamerki
niilli Hnappavalla og Kvískerja séu „þar
sem Kvíá rann að fomu“.
I Ferðabók Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar (2. b., bls. 106) er
Kvíárjökli svolítið lýst, þó ekki sé hans
getið með nafni. Lýsingin er svohljóðandi:
„Það er allhár ásahriggur gerður úr sömu
efnum og vestra jökulfallið (ummerkin
eftir hlaupið 1727, Sig. Bj.) en allt er hér
stórgerðara og jakamir frosnir saman, svo
að af þeim skapast reglulegur jökull. Ofan
á öllu þessu liggja stóreflis björg, sem
ásamt öðrum ójöfnum valda því að
jökulfallið líkist lágri hnúkaröð.“
Svo virðist sem skriðjöklarnir frá
Öræfajökli hafi aukist mjög mikið á
síðasta mannsaldri áður en þeir Eggert og
Bjami fóru um Öræfin. Glöggt dænri um
þetta er að finna í öðru bindi Ferða-
bókarinnar, bls. 106, en þar segir: „Við
urðum undrandi, er við sáum að álma úr
jöklinum teygði sig gegnum hamraskarð
heim undir tún á Knappavöllunt, alveg
niður á gróna jörð. Sannaði það, eins og
fyrr er getið, að gróður dafnar ágætlega í
nánd við þess konar ís. Fólkið í sveitinni
sagði okkur, að jökularmur þessi hafi
vaxið í þeirra nrinni, því í tíð foreldra
núlifandi rnanna hafi hann enginn verið.“
Túnið sem þarna er nefnt var ekki
heimatúnið á Hnappavöllum, heldur
svonefnt Stekkatún, og raunar átti
jökullinn, sem er Stigárjökull, eftir
nokkurn spöl að því.
Spurning er hvorl jarðhræringar í
sambandi við gosið 1727 hafa losað um
þessa bröttu jökla í hlíðunr Öræfajökuls
svo að framskrið þeirra hafi verið meira
en eðlilegt var miðað við hitafar, en að
vísu var mjög kalt tímabil búið að ganga
yfir og er það ef til vill nóg til að skýra
þetta. Það er alveg ljóst af lýsingunni á
Kvíárjökli að hann hefur tekið upp fyrir
öldumar umhveifis hann, því þeir veita
þeim enga athygli.
Fyrir og um síðustu aldamót gerði
Kvíárjökull það einnig og nokkuð frarn
30