Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 43
Erlingur Hauksson
Árstíðabreytingar á fjölda sela
í látrum á Vatnsnesi í
Vestur-Húnavatnssýslu
INNGANGUR
Fylgst hefur verið með fjölda landsela í
nokkrum látrum á Vatnsnesi til þess að fá
hugmynd um það hvenær flestir selir eru
í látrum miðað við árstíma. Þetta er fyrsta
könnunin af þessu tagi sem höfundi er
kunnugt um að gerð hafi verið hér á landi,
en áður hefur verið fylgst með fjölda
landsela í látrum víða um land með tilliti
til sjávarfalla (Erlingur Hauksson 1985).
Einnig hafa landselir við ströndina verið
taldir nokkuð reglulega undanfarin 12 ár
(Erlingur Hauksson 1986, 1992). Sú
könnun sem fjallað er um hér er liður í
rannsóknum á íjölda landsela við ísland
og áhrifum ýmissa atferlisþátta á niður-
stöður talninga úr lofti og á áreiðanleika
stofnstærðarmats landsels sem fengið er
með því móti.
AÐFERÐIR OG ÚRVINNSLA
Á tímabilinu mars 1990 til desember
1991 voru þrjú þekkt landselslátur við
Vatnsnes, þ.e.a.s. Sigríðarstaðaós, Selland
og Hindisvík, heimsótl nokkuð reglulega
(I. tafla). Þessir staðir voru valdir vegna
þess að þar njóta selirnir algjörs friðar.
Einnig er skammt á milli staðanna og því
auðvelt að telja seli á þeim á svo til sama
tíma, þ.e. á innan við einni klukkustund
(1. mynd).
Selir voru taldir með aðstoð sterks
sjónauka á þrífæti (25-föld stækkun), á
sama svæði í hvert sinn. Svæðin eru
vesturströnd Hindisvíkur og Dýrasker,
ströndin norðan við Selland út að skerinu
Þyrsklingi og suður að skerjum við
Brandstanga og Sigríðarstaðaós. Ákveðið
var að fara til selatalninga á stórstreymi
og þegar veður var kyrrt og úrkomulausl.
Gekk það eftir að meslu leyti. Miðað var
við að telja á tímabilinu frá 2 klst. fyrir til
3 klst. eftir háfjöru, því fyrri rannsóknir á
fjölda sela í látrum í Hindisvík bentu til
þess að þá væru landselir hvað flestir á
þurru (Erlingur Hauksson 1985). Var
þetta gert í flestum tilvikum (1. tafla).
NIÐURSTÖÐUR
I Hindisvík voru landselir íiestir á
sumrin í maí til júlí bæði árin. Það sama
er uppi á teningnum við Selland. Hins
vegar var hámarksfjöldi landsela í
Sigríðarstaðaósi um vor og haust, árin
1990 og 1991 (2. mynd). Á öllum þrernur
talningarstöðunum voru landselir fæstir á
veturna.
Á vorin byrjaði landselum að fjölga í
Hindisvík og við Selland, en síðla sumars
tók dýrunum síðan aftur að fækka á
þessum stöðum. I Sigríðarstaðaósi er eins
og um tvo toppa á selafjöldanum sé að
ræða. Selimir byrja að safnast í ósinn síðla
vetrar og yfirgefa hann að vori til. Síðan
safnast þeir aftur í hann að hausti til.
ÁLYKTANIR
Fyrri talningar á landselum í Hindsvík,
sem gerðar voru til þess að kanna áhrif
sjávarfalla og dagsbirtu á fjölda landsela í
Náttúrufræðingurinn 62 (1- 2), bls. 37-41, 1993.
37