Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 54
2. mynd a og b. Glerkúlur úr setlögum á mörkurn krítar- og tertíertímabilanna í Belokhéraði, suðurhluta Haítíeyjar í Karíbahafinu. Lárétta hvíta strikið sýnir mælikvarðann, sem er 100 míkrómetrar á lengd. Flestar kúlurnar eru um einn til átta millimetrar í þvermál. Ytra borð kúlnanna er smektít eða leirlag sem er myndbreyting á glerinu. Innan þess er gler. Myndirnar eru teknar með rafeindasmásjá. fjallsins eða gígsins eftir loftsteininn. En til þessa hafði aðeins fundist leirlag, sem margir álitu vera leifar glers sem hefði veðrast og ummyndast í 65 milljón ár. GLERKÚLURNAR GÓÐU FRÁ HAÍTÍ Saga glersins byrjar hér í Rhode Island háskóla í Bandaríkjunum, í apríl 1985. James Zachos, ungur doktorsnemi í jarðfræði, er gerður út til Haítí til að safna bergi frá mörkum krítar- og tertíer- tímabilanna, sem eru mjög vel varðveitt í jarðlagi á suðurenda eyjarinnar. Jim Zachos og leiðbeinandi hans, prófessor Michael Arthur, hugðust gera mælingar á súrefnissamsætum í götungum úr setinu til að ákvarða hitasveiflur í sjó fyrir og eftir hamfarirnar miklu á þessum jarð- sögumörkum. Jim safnaði vel og kom til Rhode Island um sumarið hlaðinn bergsýnum, en þar sem kalksetið var dálítið ummyndað reyndist ekki fært að gera þær mælingar á sýnunum sem til stóð. Var því öllum bergsýnunum pakkað ofan í skúffur niðri í kjallara. Sumarið 1990 var ég að undirbúa mig í eins og hálfs árs ferð til Frakklands og Englands þegar Charles Officer, einn helsti andófsmaður loftsteinakenningar- innar, kom í heimsókn til Rhode Island til að líta á bergið frá Haítí, því á mörkum krítar og tertíers var talið vera um 50 cm þykkt lag af eldfjallaösku. Áður en hann kom í heimsókn drógum við fram úr skúffum sýnin sem Jim Zachos hafði safnað á Haítí, og þar rak ég strax augun í hnefastóran mola sem var merktur BE- 04, með svartar, glansandi glerperlur í brúnunum, leirkenndum massa. Gler- kúlurnar voru urn einn til átta millimetrar á stærð og gjörólíkar öllum vikri eða ösku sem ég hef séð á þrjátíu ára grúski í eldfjöllum víða um heim. Þegar ég sá glerkúlurnar kom strax í mig fiðringur af þeirri tegund sem sá heppni fær kannski einu sinni á ævinni, þegar hann heldur að merkileg uppgötvun sé í fæðingu. Gler- kornin voru mörg nær hnöttótt að lögun en sum aflöng eins og dropar (2. mynd). I þeim var enga kristalla að finna, sem er gjörólíkt eldfjallagleri. Utan um gler- kúlurnar var lag af smektíti, leirsteind sem myndast við ummyndun glersins. Sumar glerkúlurnar voru algjörlega ummyndaðar 48
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.