Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 55

Náttúrufræðingurinn - 1993, Qupperneq 55
og ekkert eftir nema leirkúla sem varðveitti fyrra ytra form glersins. Ég lagði af stað til FrakkJands í ársleyfi í byrjun október 1990, en þá höfðum við þegar gert ýmsar efnagreiningar á glerinu. Fyrsta mánuðinn í París vann ég því við að ganga frá grein sem var send til Nature í nóvember 1990 og birtist síðan í febrúar 1991 (Haraldur Sigurdsson o.fl. 1991 a). Reyndar birtust sumar niðurstöður okkar fyrst á Islandi, í grein sem ég sendi Morgunblaðinu og var prentuð í janúar 1991 (Haraldur Sigurdsson 1991). Það sem við höfðurn fundið út frá efna- samsetningu glersins var í fyrsta lagi að það er blanda tveggja tegunda af bráð. Aðaltegundin er svart gler, líkast tinnu, sem er bráð af meginlandsskorpu og með um 65% SiO,,. Svarta glerið inniheldur strontxum- og blýsamsætur sem bent geta til að skorpan sem bráðnaði við áreksturinn hafi verið frá fornlífsöld, eða nánar tiltekið frá silúrtímabilinu, um 440 milljón ára gömul. Saman við súra svarta glerið eru rákir af gulu gleri, sem inniheldur allt að 30% CaO og er þar með kalsíumríkasta gler sem fundist hefur á jörðinni. Það myndar sveipi og rákir innan í svarta glerinu, líkast og í marmaraköku. Efnasamsetning gula og svarta glersins og millistiga þessara tegunda myndar einfalda blöndunarröð, eins og sést á 3. mynd. Aðalskautið í röðinni er svarta glerið, en hitt skautið er einhvers staðar í áttina að brenndu kalki (CaO). Fyrst var okkur uppruni þessa glers mikil ráðgáta og gátum við okkur þess til að það væri myndað við bráðnun kalksteins (Haraldur Sigurdsson o.fl. 1991 a). Sú hugmynd felur í sér að áreksturinn hafi orðið við megin- landsskorpu sem var þakin lögum af efnaseti, aðallega kalksteini. BRENNISTEINSGÁTAN Eftir frekari rannsóknir mínar á þessu gleri í Frakklandi kom í ljós að þelta var ekki besta skýringin, því gula glerið inniheldur óvenjumikið af brennisteini, eða frá 0,5 til 1%, og er það því einnig brennisteinsríkasta gler sem fundist hefur á jörðinni. Til samanburðar má benda á að eldfjallagler, eins og til dæmis gjóskan úr Lakagígum 1783, inniheldur um eða undir 0,1% af brennisteini. Kalksteins- kenningin hrundi þar með í rúst, þar sem kalkset er nær algjörlega brennisteins- snautt. En það er til annað efnaset sem er brennisteinsríkt, nefnilega gifs- eða anhýdrítset. Það er nær hreint kalsíum- súlfat (CaS04) sem fellur út við uppgufun sjávar og myndar svokallað uppgufunarset (evaporit). Gat það verið að loftsteinninn hefði lent í fornum gifslögum? Það virtist mér mjög ósennilegt í fyrstu, þar sem set af þessu tagi er mjög sjaldgæft og þekur til dæmis aðeins 0,5% af yfirborði meginlandanna. En ef svo væri skipti það mjög miklu máli, þar sem árekstur á uppgufunarset eða gifslög leysir úr læðingi megnið af brennisteininum sem er bundinn í kalsíumsúlfatkristöllum og myndar risastórt brennisteinsský í heið- hvolftnu, með afdrifaríkum afleiðingum fyrir allt lífríkið á jörðinni. Haustið og veturinn 1991 vann ég með frönskum jarðfræðingum að frekari greiningu glersins. Við sýndum meðal annars fram á að brennisteinssamsætur gula glersins eru nákvæmlega þær sömu og í uppgufunarseti eða gifslögum frá seinni hluta krítartímabilsins. Nú var hin nýja og endurbætta kenning okkar sú að loftsteinninn hefði lent í meginlands- skorpu sem var þakin lagi af upp- gufunarseti, ríku af gifsi eða anhýdríti (CaS04). Ef þessi kenning væri rétt ætti að vera hægt að sanna hana með fremur einfaldri tilraun. í stað hitans sem myndast við árekstur loftsteins notuðum við ofn og í botninn á lítilli platínudeiglu var sett nokkurra millimetra þykkt lag af möluðu andesíti (meginlandsskorpan), en þar ofan á álíka þykkt lag af möluðu gifsi. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.