Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 60
6. mynd. Nærmynd af mörkum krítar og tertíers á Haítí sem sýnir glerkúlulagið. Mælistikan
er merkt með 10 cm svörtum og hvítum köflum. Ljósm. Haraldur Sigurðsson.
töluvert hærri en hiti nokkurrar kviku sem
berst úr iðrum jarðar við eldgos (um
I100-1200°C). Einnig höfðu Níels
Oskarsson og Örn Helgason ákvarðað
oxunarástand svarta og gula glersins með
Mössbauermælingum við Háskóla Islands
(Níels Óskarsson o.fl. 1992). Niður-
stöðumar voru mjög óvæntar og reyndust
einnig mikilvægar, þar sem þær sýndu að
glerið var mjög mikið oxað, þ.e.a.s. að
málmar í glerinu höfðu gengið meira í
samband við súrefni en þekkist í kviku
eða gleri af eldfjallauppruna. Fyrst í stað
reyndist þetta torskilið en svo áttuðum við
okkur á því að þar sem bæði gifs og kalk
em mjög oxuð jarðefni hlyti glerbráðin
auðvitað að laga sig að því. Oxunarstig
glersins var því óbein sönnun á kenningu
okkar um uppruna gula glersins.
Glerið er ferskt og hreint og því kjörið
til að aldursgreina nákvæmlega mörkin
miili krítar- og tertíertímabilanna, og þar
með einnig aldur loftsteinaárekstursins
mikla. Fyrri aldursgreiningar á þessum
mörkum höfðu verið byggðar á K-4l’Ar
greiningu á storkubergssýnum, sem
greinilega höfðu storknað fyrir mörkin og
gáfu um 66 milljón ára aldur. Arið 1991
hafði ég samvinnu um aldursgreiningu á
glerinu, bæði með K-40Ar aðferð í
Frakklandi, sem gaf 64,0±0,7 milljón ára
aldur (Gillot o.fl. 1991), og með svo-
kallaðri forhita 4(Ar/39Ar aðferð, sem gaf
64,75±0,28 milljón ára aldur (Hall o.fl.
1991). Þegar þetta er skrifað voru mér að
berast niðurstöður um aldur á gleri úr
borholum frá Chicxulubgíg í Mexíkó, og
er það 64,98 ± 0,06 milljón ára. Þegar
þess er gætt að þessar mælingar eru
gerðar með þremur tækjum í þremur
rannsóknastofum má segja að niður-
stöðunum beri mjög vel saman og sýni að
Haítí og Chicxulubgígurinn eru samtíma.
Auk þess höfum við sýnt fram á að efna-
54