Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 72
1. mynd. Beltaþyrill er
amerískur varpfugl sem
hefur fundist nokkrum
sinnunt í V-Evrópu, m.a.
einu sinni á Islandi. Belted
Kingfisher (Ceryle alcyonj.
Ljósm. photo B.D. Cott-
rille/Comell Lab. of Omi-
thology.
o.fl. 1989, Lewington o.fl. 1991). Þáhefur
beltaþyrill sést þrisvar á Grænlandi, árin
1932, 1945 og 1983 (Salomonsen 1967,
Feilberg 1985). Á Islandi hefur hann sést
einu sinni.
1. Heimaey, Vestm., lok september 1901 (karlf. imm
RM4051). Bjarni Sæmundsson (1903, 1905).
Hafði sést f nokkra daga áður en hann var skotinn.
Fuglinn var gefinn Náttúrugripasafninu
af Þorsteini Jónssyni lækni í Vestmanna-
eyjum. Hann var sendur til Kaupmanna-
hafnar til uppstoppunar og var þá
greindur til tegundar af viceinspector H.
Winge. Bjami Sæmundsson (1903) gat
þess að tveir fuglar þessarar tegundar hafi
verið skotnir á íslandi árið 1845. Þar var
prentvillupúkinn á ferð, en Bjami mun
hafa átt við ofangreinda fugla frá Irlandi.
Býsvelgur (Merops apiaster)
Býsvelgur (2. mynd) verpur í S-Evrópu
og austur í miðja Asíu, einnig nyrst og
syðst í Afríku. Auk þess verpa býsvelgir
af og til utan hefðbundinna varp-
heimkynna, í Evrópu allt norður til
Danmerkur og Svíþjóðar. Býsvelg hefur
ekki verið skipt í undirtegundir. Stofninn
í S-Afríku er jafnvel ekki talinn frá-
brugðinn að öðru leyti en því að fuglamir
verpa og fella fjaðrir á öðrum tímum.
Býsvelgur er algjör farfugl sem heldur til
Afríku til vetrardvalar. Fuglar frá SV-
Evrópu og NV-Afríku halda sig í V-
Afríku, frá Senegal til Nígeríu. Aðrir
stofnar fara að mestu suður fyrir miðbaug.
Farflug á haustin á sér einkum stað frá
miðjum ágúst og fram í byrjun október.
Fuglarnir halda síðan aftur norður á
bóginn í mars og koma til Evrópu frá
miðjum apríl og fram eftir maí.
Býsvelgur er algengur flækingsfugl á
Bretlandi og til ársins 1989 voru skráðir
þar 462 séðir fuglar (Rogers o.fl. 1990).
Þangað koma þeir einkum á vorin, einnig
á miðju sumri og snemma á haustin. Þótt
allnokkrir fuglar hafi borist allt norður til
Hjaltlandseyja hefur hann enn ekki sést í
Færeyjum (Bloch og Sprensen 1984). í
Noregi er býsvelgur mjög fáséður (Haftom
1971). Býsvelgur sást í fyrsta skipti á
íslandi 1989. Þegar hefur verið gerð grein
fyrir atvikunum annars staðar (sjá
Skarphéðin Þórisson 1991) en þau em
sem hér segir:
1. Eskifjörður, S-Múl, 15. júní 1989. Sást í nokkra
daga. Bjartmar Tjörfi Hrafnkelsson o.fl.
Þessi sérkennilegi og litfagri fugl vakti
verðskuldaða athygli íbúa á Eskifirði þar
sem hann tyllti sér gjaman á rafmagns-
línur. Koma hans til íslands samræmist
66