Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 73
2. mynd. Býsvelgir eru einstaklega skrautlegir fuglar en tegundin hefur aðeins sést einu sintii
á íslandi. Bee-eaters fMerops apiasterj. Ljósm. photo S. Stefanovic/OKAPIA.
því vel að fyrri hluta sumars sáust alls 26
býsvelgir á Bretlandseyjum, en það er
mesti fjöldi sem þar hefur sést á einu ári.
Þar slæddust þeir allt norður til Orkneyja
og Hjaltlandseyja (Rogers o.fl. 1990).
Bláhrani (Coracias garrulus)
Bláhrani (3. mynd) verpur í S- og A-
Evrópu og austur um miðbik Asíu, einnig
í N-Afríku og Mið-Austurlöndum. Áður
varp hann í Danmörku, Svíþjóð og V-
Þýskalandi en er nú horfinn þaðan (Glutz
og Bauer 1980). Honum er skipt í tvær
undirtegundir. Á vestanverðu útbreiðslu-
svæðinu er garrulus og nær hún austur til
Litlu-Asíu og írans en semenowi er þar
fyrir austan. Bláhrani er farfugl sem
dvelur í hitabelti Afríku á veturna. Fartími
á haustin er einkum í ágúst-október, en
í apríl-maí á vorin. Flestir fuglanna
yfirgefa vetrarstöðvarnar um mánaða-
mótin mars/apríl.
Bláhrani er alltíður flækingur í V-
Evrópu. Á Bretlandseyjum sést hann
oftast frá seinni hluta maí og fram í júlí,
einnig hafa allnokkrir fuglar sést um
mánaðamótin september/október (Dym-
ond o.fl. 1989). í Færeyjum hefur hann
sést þrisvar, síðast 1946 (Bloch og
Sprensen 1984). Bláhrani hefur einnig
sést þrisvar á Islandi.
1. Staðarbakki í Miðfirði, V-Hún, maí 1905 (ZM).
Hörring (1906). Séra Eyjólfur Kolbeins fann fugl-
inn löngu dauðan þar sem hann kom undan snjó.
Fuglinn hefur að líkindum borist til landsins
haustið 1904. Bjarni Sæmundsson (1936) segir
þennan fugl lundinn sumarið 1906 en það er rangt.
2. Kambshjáleiga í Hamarsfirði, S-Múl, 11. septem-
ber 1964 (karlf. imm RM4052). Gunnar Sigurðs-
son, Skúli Gunnarsson. Fannst dauður (horaður) á
túni eyðibýlisins, var sendur Náttúrufræðistofnun
af Ingimari Sveinssyni skólastjóra á Djúpavogi.
3. Ártún í Höfðahverfi, S-Þing, 6.-7. september 1988
(karlf. imm RM9721). Gunnlaugur Pétursson o.fl.
(1991).
67