Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 74
3. mynd. Bláhrani hefur
sést tvisvar á íslandi. Að
sköpulagi minnir hann
óneitanlega á hröfnunga en
er þó alls óskyldur þeim.
Roller (Coracias garrulusj.
Ljósm. photo W. Wis-
niewski/OKAPIA.
Óvíst er hvenær fyrsti fuglinn barst til
landsins, þar sem hann kom undan snjó í
vorleysingum. Það bendir til þess að hann
hafi komið til landsins haustið áður. Hinir
tveir fuglamir em báðir ungfuglar frá fyrri
hluta september. Þar sem tegundin hefur
hörfað frá varpstöðvum í norðvestanverðri
Evrópu má telja minnkandi líkur á því að
bláhranar berist til landsins í framtíðinni.
Herfugl (Upupa epops)
Herfugl (4. mynd) er mjög útbreidd
tegund. Hann verpur í sunnan- og
austanverðri Evrópu, austur og suður um
Asíu og suður um gjörvalla Afríku.
Honum er skipt í 9 undirtegundir, en í
Evrópu verpur undirtegundin epops. Hana
er einnig að finna í NV-Afríku og austur
til NV-Indlands og Sinkiang í Kína.
Herfugl er farfugl á nyrsta hluta út-
breiðslusvæðisins í Evrópu og Síbiríu.
Evrópskir fuglar dvelja í nokkmm mæli í
Miðjarðarhafslöndum yfir veturinn en
flestir fljúga suður fyrir Sahara. Fartími á
haustin er í ágúst-október en í mars-maí
á vorin. Herfugl er tíður gestur í N-Evrópu
og á Bretlandseyjum. Þar sést hann í
mestum mæli á vorin, einkum í apríl-maí,
og aftur á haustin, með hámarki í
september (Haftorn 1971, Dymond o.fl.
1989). Herfuglum virðist óljúft að fljúga
langar vegalengdir yfir úthöf, sem sést af
því að á fjórða þúsund fugla hafa sést á
Bretlandseyjum (Dymond o.fl. 1989) en
aðeins 7 í Færeyjum (Bloch og Sprensen
1984). Alls hafa 8 herfuglar sést á íslandi.
1. Geiteyjarströnd við Mývatn, S-Þing, 17. septem-
ber 1901 (ad RM4053). Bjarni Sæmundsson
(1903, 1905). Bjami segir fuglinn skotinn 18.
september en það er rangt.
2. Grímsey, Eyf, 2. október 1910 (ZM). Bjarni
Sæmundsson (1934).
3. Efri-Steinsmýri í Meðallandi, V-Skaft, miður
aprfl 1941. Sást í um 14 daga. Finnur Guð-
mundsson (1942).
4. Reykjahlíð við Mývatn, S-Þing, 31. ágúst 1942.
Finnur Guðmundsson (1944).
5. A sjó, 30 sjóm út af Melrakkasléttu, N-Þing, 5.
september 1951. Skv. Kristjáni Geirmundssyni.
6. Heimaey (Klauf), Vestm, 2. júní 1963 (ad
RM4054). Örn Einarsson.
7. Reykjavík (Klettur), 16. apríl 1969. Þorvaldur
Bjömsson.
8. Hvalnes í Lóni. A-Skaft, 26. júlí 1980. Gunn-
laugur Pétursson og Kristinn H. Skarphéðinsson
(1982).
Allir fuglamir sáust á þessari öld, sá
fyrsti árið 1901. Segja má að herfugl sjáist
á Islandi að jafnaði einu sinni á áratug.
Fuglarnir dreifast nokkuð jafnt á tímabilið
frá 16. apríl til 2. október. Tveir hafa sést
í apríl, enginn í maí en síðan einn í
hverjum mánuði til október.
68