Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 76

Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 76
Aðeins ein ætt heyrir til undirætt- bálksins Pici. Það er spætuætt (Picidae) en af henni eru þekktar 212 tegundir. Þessi ætt er öllu útbreiddari en undirætt- bálkurinn Galbulae, en allnokkrar teg- undir er að finna í barrskógum á norður- slóðum. Hún deilist í þrjár undirættir, Picinae, Picumninae og Jynginae. Til Picinae heyra hinar eiginlegu spætur, en af þeim er þekkt 181 tegund. Fjölbreytnin er mest í hitabelti Amenku og SA-Asíu en í Afríku lifa furðu fáar tegundir. I Evrópu eru 9 tegundir en 20 í N-Ameríku. Það háttemi spætna að höggva hreiðurholur í trjástofna með nefinu er víðfrægt. Þær hafa mjög stinnar stélfjaðrir sem þær styðja sig með þegar þær hanga utan á trjábolum. Tegundir af undirættinni Picumninae haga sér svipað en eru að því leyti frábrugðnar að þær hafa stutt stél og engan stuðning af því. Hér er um að ræða 29 tegundir smávaxinna fugla sem nefna mætti spætlinga. Flestar þeirra lifa í Mið- og S-Ameríku, aðeins þrjár í Asíu og ein í Afríku. Undirættin Jynginae er af sumum álitin nógu sérstæð til að teljast sérstök ætt (Jyngidae). Henni tilheyra aðeins tvær tegundir, gauktíta (Jynx torquillá) í Evr- asíu og N-Afríku og fausktíta (J. ruficollis) í hitabelti Afríku. Þær höggva ekki hreiðurholur í trjástofna eins og spætur. Af undirættbálknum Pici hafa 3 teg- undir fundist á íslandi. Ein þeirra er amerísk en tvær evrópskar. Gauktíta (Jynx torquillá) Gauktíta (5. mynd) verpur um mestalla Evrópu og austur um norðanverða Asíu allt til Kyrrahafs, einnig í Atlasfjöllum í N-Afríku. Af henni eru viðurkenndar nokkrar undirtegundir, en sumar þeirra eru illa afmarkaðar. í Evrópu er torquilla útbreiddust, en hún verpur allt austur til Uralfjalla. Þar fyrir austan tekur sarudnyi við. Þessar tvær undirtegundir renna saman þar sem þær mætast. Á Ítalíu, Korsíku og Balkanskaga vestanverðum er 5. mynd. Gauktfta er náskyld spætum. Hún er einstaklega lipur í hálsliðum og getur léttilega snúið höfði og haft vakandi auga með umhverfinu án þess að vekja athygli á sér með of áberandi búkhreyfingum. Wryneck (Jynx torquilla). Ljósm. photo J. Dielrich/ OKAPIA. undirtegundin tschusii en mauretanica í NV-Afríku. Gauktíta er farfugl en lítill hluti stofnsins heldur þó kyrru fyrir við Miðjarðarhaf. Á veturna halda evrópskar gauktítur til á akasíusteppum Afríku, sunnan Sahara en norðan miðbaugs. Fartími á haustin er einkum frá miðjum ágúst og fram í byrjun október. Gauktítur fara að yfirgefa vetrarstöðvar í byrjun mars. Flestar ná til varpstöðvanna í apríl og fram í miðjan maí. Gauktíta er sjaldgæfur vor- og haust- flækingur í Færeyjum en til ársins 1989 hafði hún sést þar 7 sinnum, seinast árið 1988 (Bloch og Sprensen 1984, Boert- 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.