Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 79

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 79
Tegundin sást fyrst á íslandi í lok september 1953 en þá sáust tveir fuglar, í Mývatnssveit og Laxárdal, sem e.t.v. hafa borist samtímis til landsins. Um þriðja fuglinn ríkir nokkur óvissa en talið er að hann sé frá sumrinu 1963. Fjórði fuglinn fannst dauður seint í október 1968 og sá síðasti náðist um miðjan nóvember 1972. Því virðist barrspætna helst að vænta hér að haustlagi. Spörfuglaœttbálkur (Passeriformes) Spörfuglaættbálkur inniheldur fleiri ættir og tegundir fugla en nokkur annar ættbálkur. Til þess að gefa hugmynd um stærð hans má nefna að Howard og Moore (1991) telja 74 ættir til hans. Næstur honum kemur strandfuglaættbálk- ur (Charadriiformes) sem nær t.d. yfir vaðfugla, máfa og svartfugla, með aðeins 16 ættir. Mikilvægi spörfugla í lífríkinu er því augljóst. Þótt flestir þeirra séu smá- vaxnir eru þeir yfirleitt mjög áberandi, þar sem einstaklingafjöldinn getur verið mjög mikill og fyrirferðin að sama skapi, en til þessa ættbálks teljast flestir hinna eigin- legu söngfugla. Þar sem ómögulegt er að gefa frekari innsýn í þennan geðþekka ættbálk nema í löngu máli verður látið hér við sitja. Ein ætt spörfugla verður þó hér til frek- ari umræðu en það er greipaætt (Tyrann- idae). Til ættarinnar teljast 375 tegundir sem deilast á um 90 ættkvíslir. Þær er allar að finna í Ameríku, einkum í hita- beltinu. Þessir fuglar skipa svipaðan sess í lífríki Ameríku og grípar (Muscicapidae) í gamla heiminum, þó ekki sé um ýkja náinn skyldleika að ræða. í N-Ameríku verpur 31 tegund af greipaætt en mun fleiri tegundir er að finna við vesturströnd- ina en austurströndina (Peterson 1947, 1961). Staðfest er að ein þessara tegunda hafi fundist í Evrópu en það er mýgreipur (Empidonax virescens). Til þessa hefur hann þó ekki náð austar en til íslands. Þó er talið að tegundin Sayornis phoebe hafi sést á Bretlandi vorið 1987 en það atvik er enn til athugunar hjá bresku flækings- fuglanefndinni (Lewington o.fl. 1991). Mýgreipur (Empidonax virescens) Mýgreipur (8. mynd) verpur í austan- verðum Bandaríkjunum, frá Mexíkóflóa norður að vötnunum stóru. Vetrar- stöðvamar em í Mið-Ameríku og norðan- verðri S-Ameríku (Peterson 1961). Tegundin hefur aðeins einu sinni fundist í Evrópu og það á íslandi: 1. Selfoss, Árn, 4. nóvember 1967 (karlf.? RM4063). Einar Gunnarsson. Fannst nýdauður. Um þennan áhugaverða fund á Selfossi verður fátt annað sagt en að mýgreipur er 8. mynd. Mýgreipur er amerískur spörfugl sem hefur aðeins einu sinni fundist austan Atlantsála en það var á Islandi haust- ið 1967. Acadian Fly- catcher (Empidonax vire- scens). Ljósm. photo J.S. Dunning/Cornell Lab. of Omithology. 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.