Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 83

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 83
Haukur Tómasson Jökulstífluð vötn á Kili og hamfarahlaup í Hvítá S í Amessýslu INNGANGUR í Náttúrufræðingnum 1973 lýsir höf- undur þessarar greinar hamfarahlaupi í Jökulsá á Fjöllum (Haukur Tómasson 1973). Þar er getið helstu ummerkja hamfarahlaupa eins og þau koma fyrir sjónir við Jökulsá á Fjöllum og á blágrýtissléttum við Kólumbíufljót í Bandaríkjunum, þar sem landmótun hamfaraflóða var fyrst lýst. A þeim slóðum voru harðar deilur um túlkun landslagsfyrirbæra þeirra sem tengd eru hamfaraflóðum á þriðja og fram á fimmta áratug tuttugustu aldar (Bretz 1959). Ekki er ætlunin hér að endurtaka lýsingu á þessum fræðilegu deilum en vísað í því sambandi til greinar höfundar frá 1973. Það stæði víst síst á okkur Islendingum að efast um tilvist hamfaraflóða, þar sem við höfum einir skrifandi jarðarbúa séð þau og lýst þeim í rituðu máli. A ég þar við Kötluhlaupin, en þau stærstu þeirra eru örugglega í flokki hamfarahlaupa og má sjá landmótunarfyrirbæri þeirra sums staðar í farvegi Kötluhlaupanna. Hugtakið hamfarahlaup er hvergi skilgreint, en í því felst eitthvað miklu stærra en venjuleg stórflóð og jökulhlaup. Stærðarmunur í rennsli er varla minni en tífaldur til hundraðfaldur og hámarks- rennsli varla minna en 100.000 m3/s. I hamfarahlaupum verður straumhraði svo mikill að bergið plokkast upp við svokallaða holun, sem er nánast sam- bærileg við sprengingar á bergi. Við þessi skilyrði myndast það landslag sem einkennir hamfarahlaupin, fyrst og fremst stórkostleg gljúfur og grjóti stráðir farvegir, miklu breiðari og með grófara seti en nútímafarvegir ánna. Á söndum og öðrum safnsvæðum hlaupanna eru ummerki hamfarahlaupa erfiðari í túlkun og skilja sig oft minna frá venjulegu straumvatnaseti. Höfundur þessarar greinar gerði grein fyrir því 1967 að hamfarahlaup hafi orðið í Hvítá í Ámessýslu (Haukur Tómasson 1967). Þar var bent á að uppruna hlaupvatnsins væri að leita í jökul- stífluðum vötnum sem voru á Kili í ísaldarlok og Guðmundur Kjartansson hefur lýst í grein í Náttúrufræðingnum (Guðmundur Kjartansson 1964). Síðan 1967 hefur höfundur bætt við athugunum, aðallega á Kili og við Bláfell. meðal annars með því að mæla inn hæðir helstu strandlína með hornamælingu. Mikill hluti rannsókna á Kili og við Hvítá hefur verið gerður á vegum Orkustofnunar vegna hugmynda um virkjanir. Þessar hugmyndir eru engan veginn fullmótaðar og em rannsóknir enn í gangi. Meðal annars er nú unnið að kortagerð og kerfisbundinni jarðfræði- kortlagningu á þessu svæði. Skúli Vík- ingsson hefur kortlagt laus jarðlög og skriðstefnu jökla og með því fyllt upp í og stóraukið nákvæmnina á þeirri mynd sem Náttúrufræðingurinn 62 (1-2), 77-98, 1993. 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.