Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 83
Haukur Tómasson
Jökulstífluð vötn á Kili og
hamfarahlaup í Hvítá
S
í Amessýslu
INNGANGUR
í Náttúrufræðingnum 1973 lýsir höf-
undur þessarar greinar hamfarahlaupi í
Jökulsá á Fjöllum (Haukur Tómasson
1973). Þar er getið helstu ummerkja
hamfarahlaupa eins og þau koma fyrir
sjónir við Jökulsá á Fjöllum og á
blágrýtissléttum við Kólumbíufljót í
Bandaríkjunum, þar sem landmótun
hamfaraflóða var fyrst lýst. A þeim
slóðum voru harðar deilur um túlkun
landslagsfyrirbæra þeirra sem tengd eru
hamfaraflóðum á þriðja og fram á fimmta
áratug tuttugustu aldar (Bretz 1959). Ekki
er ætlunin hér að endurtaka lýsingu á
þessum fræðilegu deilum en vísað í því
sambandi til greinar höfundar frá 1973.
Það stæði víst síst á okkur Islendingum
að efast um tilvist hamfaraflóða, þar sem
við höfum einir skrifandi jarðarbúa séð
þau og lýst þeim í rituðu máli. A ég þar
við Kötluhlaupin, en þau stærstu þeirra
eru örugglega í flokki hamfarahlaupa og
má sjá landmótunarfyrirbæri þeirra sums
staðar í farvegi Kötluhlaupanna.
Hugtakið hamfarahlaup er hvergi
skilgreint, en í því felst eitthvað miklu
stærra en venjuleg stórflóð og jökulhlaup.
Stærðarmunur í rennsli er varla minni en
tífaldur til hundraðfaldur og hámarks-
rennsli varla minna en 100.000 m3/s. I
hamfarahlaupum verður straumhraði svo
mikill að bergið plokkast upp við
svokallaða holun, sem er nánast sam-
bærileg við sprengingar á bergi. Við þessi
skilyrði myndast það landslag sem
einkennir hamfarahlaupin, fyrst og fremst
stórkostleg gljúfur og grjóti stráðir
farvegir, miklu breiðari og með grófara
seti en nútímafarvegir ánna. Á söndum
og öðrum safnsvæðum hlaupanna eru
ummerki hamfarahlaupa erfiðari í túlkun
og skilja sig oft minna frá venjulegu
straumvatnaseti.
Höfundur þessarar greinar gerði grein
fyrir því 1967 að hamfarahlaup hafi orðið
í Hvítá í Ámessýslu (Haukur Tómasson
1967). Þar var bent á að uppruna
hlaupvatnsins væri að leita í jökul-
stífluðum vötnum sem voru á Kili í
ísaldarlok og Guðmundur Kjartansson
hefur lýst í grein í Náttúrufræðingnum
(Guðmundur Kjartansson 1964). Síðan
1967 hefur höfundur bætt við athugunum,
aðallega á Kili og við Bláfell. meðal
annars með því að mæla inn hæðir helstu
strandlína með hornamælingu.
Mikill hluti rannsókna á Kili og við
Hvítá hefur verið gerður á vegum
Orkustofnunar vegna hugmynda um
virkjanir. Þessar hugmyndir eru engan
veginn fullmótaðar og em rannsóknir enn
í gangi. Meðal annars er nú unnið að
kortagerð og kerfisbundinni jarðfræði-
kortlagningu á þessu svæði. Skúli Vík-
ingsson hefur kortlagt laus jarðlög og
skriðstefnu jökla og með því fyllt upp í og
stóraukið nákvæmnina á þeirri mynd sem
Náttúrufræðingurinn 62 (1-2), 77-98, 1993.
77