Náttúrufræðingurinn - 1993, Page 87
sennilega myndaðir í jaðarlónum í
jöklinum þegar hann hörfaði til suð-
austurs, með meginstrauminn klofinn af
Kerlingarfjöllum, og smálón myndast í
skjóli fjalianna, sennilega með hjálp
jarðhitans sem þama er.
Efsta kerfið af strandlínum er í 645 m
hæð. Það nær frá Baldheiði í suðri um
Þverbrekkur og Kjalfell til Jökulfallsins í
austri. Þetta er byrjunin á myndun
jökullóns á Kili, sem varð til þegar geil
myndaðist milli meginjökuls landsins í
austri og skriðjökla frá Langjökli í vestri.
Lónið fer að myndast þegar megin-
jökullinn hörfar suður fyrir vatnaskilin á
Kili, einhvers staðar sunnan eða austan
Rjúpnafells þar sem nú er Kjalhraun.
Ógreinileg strandlína er í 633 m hæð,
mynduð á sama hátt og 645 m línan en
við lægra útrennsli. Útrennsli þessara
vatna hefur sennilega verið nærri Rjúpna-
felli og eru þar vatnsfarvegir beggja vegna
sem geta verið frá þessum tíma.
Næsta strandlína neðan við er sú sem
Guðmundur Kjartansson lýsir í sinni grein
og telur vera í 630 m hæð. Hún mælist nú
í um 624 m y.s. og litlu neðar í um 618
m hæð er önnur strandlína. Þessar
strandlínur má rekja frá Kerlingarfjöllum
í austri til Rauðafelis í suðri. Hraunbrún
Leggjabrjóts virðist mótuð við lægri
strandlínuna og má því líta á norðurhluta
þessarar hraunbrúnar sem strandlínu, en
syðri hlutinn hefur runnið upp að eða út
1. tafla. Niðurstöður hæðarmælinga á strandlínum í metrum yfir sjávarmáli. Merkt með x em
óbeinar mælingar sem falla að mælingunum. í skarðinu milli Hrútfells og Baldheiðar er mælt
í hraunbrún Leggjabrjóts, þ.e. mörkin milli hrauns og móbergs. The results of surveyed shore-
lines in meters above sea level. indirecl measurements are marked x.
Bláfell Leggjabrjótur Hrefnubúðir Baldheiði Skarð milli Bald- heiðar og Hrútfells Hrútfell Þverbrekkur Kjalfell Jökulfallið Innri-Skúti 3 TJ 3 W) to <L> ^ > *2 *o OO il? Hánýpa Mosfell Fremri-Skúti
645 648 X 645 64 5 -
633 - - 634 - '
629 - 628 629 62 8
62 1 624 622 623 624 620 X 620 X
X 6 1 8 6 1 8 6 1 9 6 1 8 6 1 7 -
6 1 4 6 \ 4
609 60 9 6 1 1
6 0 1 605 X
586 592 595 595
X 567 578 - 575 573 575 5 77 X
546 X 555 5 50 X - - 5 50
535 53 1 - - -
- 520 5 1 6 - 523 - 523 X
503 - X
488 - X
443 -
81