Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 109

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 109
ÁREIÐANLEIKI UPPLÝSINGANNA OG HRAÐI VEÐURFARS- BREYTINGA Fjölmargt staðfestir að mælingarnar á þyngd vatns úr borkjömunum á Græn- landi gefa niðurstöður sem hægt er að treysta. Mælingar í kalklögum suður í Sviss sýna þannig sömu hitasveiflur og greinast í jöklinum í Grænlandi. Að auki benda mælingar á ískjarna frá Suður- skautslandinu í megindráttum til sömu sveiflna í veðurfari þar og við höfum mælt hér á norðurhveli jarðar. Þannig er sýnt að frá síðasta hlýskeiði hefur veðurfar þróast mjög svipað á báðum hvelum jarðar. Frekari mælingar á ískjömunum sýna að styrkur koldíoxíðs í andrúmslofti jarðar minnkaði verulega um leið og síðasta jökulskeið gekk í garð. Við það minnkuðu svokölluð gróðurhúsaáhrif og öllum hnettinum var haldið í heljar- greipum kaldra vinda þar til afstaða sólar og jarðar varð það hagstæð að jöklar bráðnuðu aftur. Það gerðist fyrir 10.000 árum. Mælingar á þyngd íssins gefa til kynna að andstætt því sem menn töldu áður geta hitasveiflumar á stundum gerst afar hratt. Samkvæmt nýjustu niðurstöðum er talið að fyrir 10.000 árum hafi veðurfar við norðanvert Atlantshaf breyst úr ísaldar- loftslagi í mildara loftslag. Mælingamar benda til að á innan við 50 árum hafi meðalhitastig hækkað um 7°C, eða m.ö.o. að ísöld hafi lokið á innan við mannsaldri. Áður töldu menn hins vegar að ísöld lyki á miklu lengri tíma, þ.e.a.s. á skeiði sem spannaði e.t.v. þúsundir ára. Til samanburðar má benda á að vísindamenn telja að svokölluð gróður- húsaáhrif, sem menn ræða nú mikið um og bera nokkurn kvíðboga fyrir, valdi 2-4°C hækkun á 100 árum. Hinar nátt- úmlegu sveiflur sem við höfum mælt í jöklinum eru þannig mun dýpri og skjót- ari. Þessar niðurstöður hljóta að teljast afar merkar. Eitt af því sem áhugi manna beinist nú mjög að er að meta hvort hlýskeiðin hafi endað jafn snögglega og síðasta jökul- skeið. Meðallengd hlýskeiða er talin vera um 10.000 ár, en það er einmitt orðin lengd þess hlýskeiðs sem við nú lifum. Er ef til vill fræðilegur möguleiki að ísöld hefjist á einungis nokkrum áratugum? Mælingar okkar sem fyrirhugaðar eru miða ekki síst að því að kanna hvort hinn árþúsunda gamli Grænlandsfreri geymi vísbendingar í þá vem. Sem fyrr segir sýna mælingar á ískjöm- um frá Grænlandi að síðasta jökulskeið hér við Norður-Atlantshaf var ekki einn samfelldur fimbulvetur. Þess í stað var jökulkuldinn rofinn af skemmri hlýskeið- um á tveggja til þriggja árþúsunda fresti. Orsakir þessara öm sveiflna má rekja til Golfstraumsins. Þessi mikli lífgjafi norð- urhvelsins ýmist streymdi upp Atlants- hafið og norður um ísland eins og nú, og lagði þannig grunn að hlýskeiðum, eða sveigði af leið vegna mikilla vestanvinda og tók stefnu á Portúgal. Við það kólnaði mjög á norðanverðu Atlantshafí og ísöld hófst á nýjan leik. lafnframt fylgdu þá lægðimar Golfstraumnum eftir og ollu töluverðri úrkomu á því svæði sem nú er Saharaeyðimörkin. Fyrir bragðið varð Sahara samfelld gróðurvin, ólíkt ördeyð- unni sem þar ríkir nú. Þetta minnir okkur óþyrmilega á hversu byggileiki norður- hjarans er algerlega og óumflýjanlega háður Golfstraumnum. SAMSÆTUGÖGN í LIÓSI ÍSLEND- INGASAGNA En ferðumst nú nær okkur sjálfum í tíma. Reglulegar hitamælingar hófust hér á landi í Stykkishólmi árið 1860. Páll Bergþórsson veðurfræðingur hefur reynt að meta hitafar landsins fyrir þann líma út frá hafísgögnum og Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur rýndi í annála til að spá í loftslag á fyrstu öldum íslands- byggðar. Niðurstöðurnar eru einkar fróð- 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.