Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 118

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 118
Ritfregn Jón Benjamínsson ORÐASKRÁ í JARÐFRÆÐI OG SKYLDUM GREINUM Gefíð út á kostnað höfundar Rit þetta er, eins og titillinn ber með sér, orðaskrá, þ.e. safn orða og hugtaka sem höf- undur hefur viðað að sér og komið út af eigin rammleik. Heiti ritsins mætti vera nákvæm- ara, þar sem fram kæmi í bókartitli að um sé að ræða ensk-íslenska atriðisorðaskrá í jarð- íræði og skyldu efiti. Astæða er til að lofa verk af þessu tagi og fagna útkomu þess. I fororði ritsins segir höfundur: „Orðaskrá sú er hér birtist er íslenskun á enskum orðum og hugtökum úr jarðfræði og skyldum grein- um. Mörg orðanna eru alþjóðleg, en ritháttur getur verið breytilegur eftir þjóðtungum. Styrk fékk undirritaður til þessa verks úr Vísindasjóði árið 1980 og lokahandrit var tilbúið í tölvusetningu 27. ágúst 1983.“ Um það bil níu árum síðar lítur verkið dagsins ljós og var útgáfa þess að öllu leyti kostuð af höfundi. Betra er seint en aldrei á hér vel við, enda stenst umfjöllun hugtaka vel tímans tönn. í sérstöku fororði að 2. útgáfu (sem er hér til umíjöllunar) segir höfundur: „Fyrsta útgáfa „Orðaskrár í jarðfræði og skyldum greinum" kom út snemma árs 1990. Nokkm eftir útkomu uppgötvaðist alvarlegur umbrotsgalli svo innkalla varð upplagið. Ekki tókst að ná öllu inn og eru þeir sem hafa fyrstu útgáfu bókarinnar undir höndum góð- fúslega beðnir að skila henni til útgefanda gegn afhendingu eintaks af annarri útgáfu.“ Undirrituðum er ekki kunnugt um að 1. útgáfa haft farið víða og telur að tæpast hafi verið um útgáfu að ræða í þeim skilningi, sér í lagi þar sem upplagið var síðan innkallað. Lengi hafði höfundur gengið með það hugarfóstur að koma út aðgengilegu riti um jarðfræðihugtök, þar sem erlend vísinda- og tækniorð væru íslenskuð eða útskýrð á ís- lensku máli. Ekki hafði það verið honum aðalatriði að koma þessu af stað sjálfur; öllu heldur að sjá slíkt verk verða að veruleika. Ahuginn kom honum af stað á sínum tíma og gmnar undirritaðan að ekki hafi verið ætlun höfundar í upphafi að standa einn að ritsmíð sem þessari, heldur hafi tilgangurinn verið að kveikja í kollegum og hrinda af stað ítarlegri samantekt. Lengi vel bólaði ekkert á við- brögðum, þrátt fyrir að höfundur hefði víða kynnt ffumdrög sín að umræddu verki. Það gerðist loksins árið 1989 að Jarðffæðafélag íslands, að undirlagi þáverandi formanns, Elsu G. Vilmundardóttur, kom á laggimar orða- nefnd sem er enn að störfum. Eins og gefur að skilja er ýmislegt aðfinnsluvert í ritinu og er það oft á tíðum persónubundið hvemig standa skuli að uppbyggingu verka af þessu tagi. Til dæmis hefði undirritaður viljað sjá hvaðan efnið í ritið er fengið, þ.e. hvaðan þýðingar á orðum og hugtökum koma, t.d. með tilvísandi númemm yfir í heimildaskrá. Þess í stað hefur höfundur valið þá leið að auðkenna hvert orð eða hugtak með bókstaf sem vísar til fræðisviðs, eins og t.d. glaciology; jöklafi-œði; J, G þar sem bók- stafimir J og G standa fýrir jöklaffæði og jarðfræði. Deila má um hvort jöklaffæði sé hluti af jarðffæði eins og bergffæði er hluti af jarðfræði og því ekki heppilegt til að flokka niður eff ir því. í inngangi em tilnefndar ýmsar heimildir án þess að þeirra sé frekar getið með tilvitnunum. Flestar þeirra em einka- orðasöfn, bæði óútgefin og útgefin. Einnig em stærri rit, eins og Glossary of Geology (American Geology Institute), lögð til gmnd- vallar ýmsum skilgreiningum. Eins og að framan er getið gefúr höfundur ritið út á eigin kostnað og er upplagið 200 eintök. Hægt er að nálgast það hjá höfundi, hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkurborgar, eða hjá undir- rituðum á Orkustoffiun. Ásgrímur Guðmundsson 112
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.