Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Qupperneq 7

Samvinnan - 01.12.1964, Qupperneq 7
ANNA - ÚFLUGT SAMVINNUSTARF meff sé til lykta leidd löng deila, sem á undanfarandi fundum í Alþjóðasamvinnusambandinu hefur valdið hörðum árekstr- um. Þessari ákvörðun var al- mennt fagnað á fundinum í Belgrad, ekki aðeins af fulltrú- um frá ýmsum löndum Austur- Evrópu, sem höfðu undanfarin ár barizt fyrir því, að Pólland fengi inngöngu í Alþjóðasam- bandið, heldur einnig af full- trúum vestrænna samvinnu- sambanda, þar á meðal Sam- vinnusambandi Bandaríkj- anna, Bretlands og Svíþjóðar, svo nokkur séu nefnd. í ræðum manna kom fram gleði yfir því, að samvinnusamtökin í Aust- ur-Evrópulöndunum, þar sem stjórnarfar er mjög frábrugðið því sem gerist hjá lýðræðis- þjóðum Vesturlanda, skuli geta unnið að auknu verzlunar- frelsi. Einn ræðumanna talaði sérstaklega um það, að sam- vinnusamtökin í Austur- Evrópulöndunum hefðu vissu- lega hlutverki að gegna, þar sem væri barátta fyrir auknu frelsi í viðskiptum, á sama hátt og þau hafa ærnu hlutverki að gegna á Vesturlöndum, að stuðla að bættri verzlun og þjónustu, og með samkeppni að hamla gegn stóru einokun- ar-verzlunarhringunum, sem nú virðast færast mjög í auk- ana, t. d. í Vestur-Evrópu. — En eftir að Pólverjar hafa nú fengið inngöngu í Alþjóða- sambandið, hvað þá um Ung- verja? — Nú er eftir að vita, hvort samvinnusamtökin í Ungverja- landi starfa í þeim anda, að þau uppfylli skilyrðin, sem Al- þjóðasamvinnusambandið set- ur meðlimum sínum. — Hvað var svo annað aðal- mál fundarins? — Það var samvinnustarf í þróunarlöndunum. Með sanni má segja, að á fundum í Alþjóðasamvinnu- sambandinu að undanförnu, hafi mestur tími farið í að ræða samvinnustarfið í þróun- arlöndunum svo nefndu. Fyrir nokkrum árum setti Al- þjóðasambandið upp skrifstofu í Nýju Delhi á Indlandi, sem vera skyldi bækistöð og mið- stöð fyrir útbreiðslu á sam- vinnustarfi í Austurlöndum. Verkefni þessarar skrifstofu hefur farið vaxandi með hverju ári, og beiðnir berast nú hvaðanæva að, frá nýfrjálsum þjóðum, um hjálp til þess að koma á samvinnustarfi í lönd- um sínum. Sænska samvinnu- sambandið, í samvinnu við Al- þýðusamband Svíþjóðar, hefur gert mjög myndarlegt átak til eflingar samvinnustarfi í Asíu. Á vegum þessara tveggja fé- lagsmálahreyfinga í Svíþjóð, hefur á undanförnum árum farið fram fjársöfnun meðal almennings. Safnazt hefur all- mikið fé, sem síðan er notað til þess að koma á fót og reka samvinnuskóla fyrir Asíulönd. — Eiga ekki þessar nýfrjálsu þjóðir, sem þú nefnir, við mik- inn vanda að stríða í efna- hagsmálum? — Jú, eins og kunnugt er, mjög mikinn. Fátækt í mörgum þessara landa er mjög mikil og verzlun og viðskipti standa langt að baki því sem er í Vesturlöndum. Meðal þessara þjóða er spákaupmennska og brask ennþá harla algengur hlutur. Verzlunarkjörin fara oft eftir því, hve menn eru dug- legir að prútta á opnum baz- örum og mörkuðum, og víða ríkir algjört miskunnarleysi meðal kaupmanna og kaupa- héðna gagnvart viðskipta- mönnunum. Nú hefur það hlot- ið almenna viðurkenningu og það hjá Sameinuðu þjóðunum t. d., að raunhæf leið til þess að bæta lífskjör fólksins í þess- um löndum, sé að koma á íót öflugu samvinnustarfi. — En er það ekki erfitt? — Jú, það þarf mikið til. Framh. á bls. 54 Gamli bærinn í Dúbróvnik á Adríahafsströnd Júgóslavíu, sex alda gamall og múrum girtur. *' ' • ' ”Tr ■■'Tr ; yJ^Í , . * ; ^'igiíf SESíSI SAMVINNAN 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.