Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Page 7

Samvinnan - 01.12.1964, Page 7
ANNA - ÚFLUGT SAMVINNUSTARF meff sé til lykta leidd löng deila, sem á undanfarandi fundum í Alþjóðasamvinnusambandinu hefur valdið hörðum árekstr- um. Þessari ákvörðun var al- mennt fagnað á fundinum í Belgrad, ekki aðeins af fulltrú- um frá ýmsum löndum Austur- Evrópu, sem höfðu undanfarin ár barizt fyrir því, að Pólland fengi inngöngu í Alþjóðasam- bandið, heldur einnig af full- trúum vestrænna samvinnu- sambanda, þar á meðal Sam- vinnusambandi Bandaríkj- anna, Bretlands og Svíþjóðar, svo nokkur séu nefnd. í ræðum manna kom fram gleði yfir því, að samvinnusamtökin í Aust- ur-Evrópulöndunum, þar sem stjórnarfar er mjög frábrugðið því sem gerist hjá lýðræðis- þjóðum Vesturlanda, skuli geta unnið að auknu verzlunar- frelsi. Einn ræðumanna talaði sérstaklega um það, að sam- vinnusamtökin í Austur- Evrópulöndunum hefðu vissu- lega hlutverki að gegna, þar sem væri barátta fyrir auknu frelsi í viðskiptum, á sama hátt og þau hafa ærnu hlutverki að gegna á Vesturlöndum, að stuðla að bættri verzlun og þjónustu, og með samkeppni að hamla gegn stóru einokun- ar-verzlunarhringunum, sem nú virðast færast mjög í auk- ana, t. d. í Vestur-Evrópu. — En eftir að Pólverjar hafa nú fengið inngöngu í Alþjóða- sambandið, hvað þá um Ung- verja? — Nú er eftir að vita, hvort samvinnusamtökin í Ungverja- landi starfa í þeim anda, að þau uppfylli skilyrðin, sem Al- þjóðasamvinnusambandið set- ur meðlimum sínum. — Hvað var svo annað aðal- mál fundarins? — Það var samvinnustarf í þróunarlöndunum. Með sanni má segja, að á fundum í Alþjóðasamvinnu- sambandinu að undanförnu, hafi mestur tími farið í að ræða samvinnustarfið í þróun- arlöndunum svo nefndu. Fyrir nokkrum árum setti Al- þjóðasambandið upp skrifstofu í Nýju Delhi á Indlandi, sem vera skyldi bækistöð og mið- stöð fyrir útbreiðslu á sam- vinnustarfi í Austurlöndum. Verkefni þessarar skrifstofu hefur farið vaxandi með hverju ári, og beiðnir berast nú hvaðanæva að, frá nýfrjálsum þjóðum, um hjálp til þess að koma á samvinnustarfi í lönd- um sínum. Sænska samvinnu- sambandið, í samvinnu við Al- þýðusamband Svíþjóðar, hefur gert mjög myndarlegt átak til eflingar samvinnustarfi í Asíu. Á vegum þessara tveggja fé- lagsmálahreyfinga í Svíþjóð, hefur á undanförnum árum farið fram fjársöfnun meðal almennings. Safnazt hefur all- mikið fé, sem síðan er notað til þess að koma á fót og reka samvinnuskóla fyrir Asíulönd. — Eiga ekki þessar nýfrjálsu þjóðir, sem þú nefnir, við mik- inn vanda að stríða í efna- hagsmálum? — Jú, eins og kunnugt er, mjög mikinn. Fátækt í mörgum þessara landa er mjög mikil og verzlun og viðskipti standa langt að baki því sem er í Vesturlöndum. Meðal þessara þjóða er spákaupmennska og brask ennþá harla algengur hlutur. Verzlunarkjörin fara oft eftir því, hve menn eru dug- legir að prútta á opnum baz- örum og mörkuðum, og víða ríkir algjört miskunnarleysi meðal kaupmanna og kaupa- héðna gagnvart viðskipta- mönnunum. Nú hefur það hlot- ið almenna viðurkenningu og það hjá Sameinuðu þjóðunum t. d., að raunhæf leið til þess að bæta lífskjör fólksins í þess- um löndum, sé að koma á íót öflugu samvinnustarfi. — En er það ekki erfitt? — Jú, það þarf mikið til. Framh. á bls. 54 Gamli bærinn í Dúbróvnik á Adríahafsströnd Júgóslavíu, sex alda gamall og múrum girtur. *' ' • ' ”Tr ■■'Tr ; yJ^Í , . * ; ^'igiíf SESíSI SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.