Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Síða 16

Samvinnan - 01.12.1964, Síða 16
Benedikt Grímsson á Kirkjubóli, formaffur Búnaffarsambands Strandasýslu. Um Húnaþing Hinn fyrsti bær, sem ekið er hjá er komið er yfir Hrúta- fjarðará er Hrútatunga. Gef- ur nafnið tilefni að álykta, að í fjallinu milli Síkár og Hrúta- fjarðarár hafi það verið, er Ingimundur gamli og förunaut- ar hans, hafi fundið hrútana er hann hét fjörðinn eftir. En fleiri bæjarheiti eru þama frá landnámstíð. Bálka- staðir, Þóroddsstaðir, Reykir. í lauginni á Reykjum í Hrúta- firði var staddur Sturla Sig- hvatsson, er hann frétti um heimsókn Vatnsfirðinga á heimili sitt, Sauðafell. Er ekið er um Húnavatns- sýslu eru þar víða bæjamöfn frá söguöld. Enda hafa þar gl'örst vorar hetjusögur. Grett- issaga, Vatnsdæla, Þórðar saga hreðu, Kormákssaga, Odds þáttur Ófeigssonar, Banda- mannasaga, ein hin snjallasta frásögn í lesmáli, þar sem vit- inu er leikið fram gegn ágirnd og metorðafýkn þjóðarleiðtog- anna, er ætluðu að nota sér þjóðfélagsaðstöðu sína til fjár- dráttar. Er ferðamaðurinn nemur staðar í austanverðum Hrúta- fjarðarhálsi og lítur austur um Miðfjörð og Miðfjarðarháls, hvílíkt landflæmi grasi vafið þau Kormákur og Steingerður. Ásdís á Bjargi og Grettir. Ófeigur, spekingurinn, er í hóg- værð sinni og hyggindum gjörði ráð allra helztu höfð- ingja samtíðar sinnar að engu, og þá að athlægi frammi fyrir alþjóð, fyrir ágimd og valda- fýkn. Væri öllum hugvekja sú holl, því ávallt mun sagan end- urtaka sig. Þama bjó Miðfjarð- ar-Skeggi. Út við ásinn Þórður hreða. Vestan ár er stórbýl- ið Sandar. Þar bjó um s.l. alda- mót mikill bændahöfðingi, Jón Skúlason. Framtíðin sýnir oss fagrar myndir, þar sem nýjar kynslóðir fæðast og starfa á iðgrænum ökrum frjórrar moldar. Hið unga, litla þorp Laugarbakki, er fyrsti sprotinn til þess. Bíllinn brunar áfram norður Línakradalinn. Múla- bæimir standa hátt móti suðri. Það var þar sem Guðmundur Jónasson bileigandi og jökla- fari kleif brattann við hjarð- geymslu föður síns, og ávallt leit í suðri. jökulheima, sem voru heillandi og ógnandi, en kvöddu til kynna ólgandi elda æskumannsins. Fyrr en varir erum við kom- in í Víðidalinn, þar sem er að líta stórbýlið Víðidalstungu. En austan ár blasir við sjónum Ás- geirsá, og skýtur þá úr djúpi Guðbrandur Benediktsson, Broddanesi: ( AUSTURVEG Þættir úr bændaför Strandamanna árið 1963 Það er orðinn fastur liður í starfsemi Búnaðarfélags ís- lands, að sjá um hópferðir bænda. Skipuleggur það ferða- lagið í samráði við hlutaðeig- andi búnaðarsambönd. Ragnar Ásgeirsson er ráðunautur í þessari skipulagningu, og leið- sögumaður ferðarinnar. Er nú orðið sá háttur hafður á, að frá hverju Búnaðarsam- bandi fer hópur bænda og kon- ur þeirra, og er farið um þau héruð sem ekki hafa áður verið heimsótt. Taka félagasambönd bænda móti gestunum í veizlu- hófi, þar sem með ræðum og samtölum skapast gagnkvæm kynning. Einnig er gist heima á heimilum bænda og fást þar aukin tækifæri til kunnings- skapar og fróðleiks um starfs- hætti og nýjungar í búskap, samstarfi og félagsmálum. Þótt segja megi að búskapar- hættir hjá bændastétt vorri séu mjög svipaðir yfir allt landið, er þó ávallt eitthvað nýtt, sem gesturinn getur séð og heyrt. Og að jafnaði mun gesturinn hafa einhverjar nýj- ungar að segja. Þetta var hin þriðja bænda- för okkar úr Strandasýslu. Hin fyrsta var árið 1946, er Bún- aðarsamband Vestfjarða (þá var Strandasýsla í því), fór um Norður- og Austurland, allt til Reyðarfjarðar. Önnur bænda- för var farin árið 1956 um Borgarfjörð, Suðurland, aust- ur að Núpsstað og Lómagnúp. Hin þriðja er hér mun greint frá, var farin um Norðurland, Fljótsdalshérað, til Hornafjarð- ar. Lagt var af stað hinn 13. júní. Til fararinnar voru fengn- ir þrír stórir langferðabílar hjá Guðmundi Jónassyni jöklafara. Voru bifreiðarnar og þeir er stjórnuðu fyrsta flokks. Þátt- takendur voru 95, Úr öllum hreppum sýslunnar. Nyrst frá Felli í Árneshreppi, syðzt frá Grænumýrartungu, syðsta byggða býli sýslunnar. blasir þá ekki við augum og bíður þess að tækni nútímans og vakandi áhugi fólksins komi til sögunnar. Þarna mætir sjónum vorum fortíðin á spjöldum scg- unnar, auðug og fjölþætt af at- burðum kynslóðanna, með sigr- um sínum og ósigrum. Fyiling vonanna í raunveruleika og hrundar í rúst. Glæstar hallir framtíðarinnar. Þarna dvöidu minningunum frá sögu Hung- urvöku um bónorðsferð ísleifs biskups til Döllu Þorvaldsdótt- ur. Ekið er hjá garði á Auðunn- arstöðum, þar sem fyrst reisti býli Auðunn skökull, sem varð ættfaðir Noregs- og Engla- konunga, auk margra íslend- inga. Nú er við veginn nýlegt og myndarlegt félagsheimili, Víðihlíð. Framundan blasir við 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.